12

Skólameistari veitir framhaldsskóla forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi framhaldsskóla og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.

  • Ráðherra skipar skólanefnd til fjögurra ára í senn en í henni sitja fimm manns. Tveir eru tilnefndir af sveitarstjórn og þrír eru skipaðir án tilnefningar. Kennarar, foreldrar og nemendafélag tilnefna hvert sinn áheyrnarfulltrúann. Skólanefnd markar áherslur í skóla-starfinu og er skólameistara til ráðgjafar í margvíslegum málum. Skólameistari situr fundi skólanefndar. Fundargerðir skulu vera aðgengilegar almenningi á heimasíðu skóla.