Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1339499058

    Grunnur í íslensku fyrir framhaldsskólabraut
    ÍSLE1GR10
    35
    íslenska
    grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    10
    Í áfanganum fást nemendur við bókmenntir, ritun, stafsetningu, framsögn og málfræði. Námstækni fléttast inn í alla þættina og lögð er áhersla á að nemendur efli námsvitund sína (læri að læra) og séu sjálfstæðir í íslenskunáminu. Nemendur með lestrarerfiðleika geta eftir þöfum nýtt sér hljóðbækur og aðra stuðningstækni. Lestur er undirstaða alls náms og fjölda daglegra athafna. Mikilvægt er að nemendur auki leshraða, bæti lesskilning og öðlist úthald við lestur. Lestur bókmennta styrkir orðaforða og málskilning. Nemendur eiga að hafa á valdi sínu helstu hugtök sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir. Nemendur rita fjölbreytilega texta og tileinka sér byggingu ritsmíða. Þeir nýta sér hjálpargögn, s.s. orðabækur/tölvuorðabækur og yfirlestrarforrit til að bæta og lagfæra eigin texta. Nemendur læra markvisst rithátt orða og að tengja hann stafsetningarreglum. Nemendur vinna með helstu atriði málfræðinnar og tileinka sér mikilvæg atriði íslenskrar málnotkunar, s.s. orðflokka og orðtök/málshætti. Nemendur geti tengt þekkingu sína á íslenskri málfræði við nám í erlendum tungumálum. Í framsögn er lögð áhersla á umræður og að tjá sig fyrir framan hóp.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum í námstækni, t.d. að draga saman aðalatriði, góðu skipulag í náminu og tímastjórnun.
    • mikilvægi þess að búa að góðri lestrarfærni, t.d. góðum leshraða og lesskilningi og úthaldi við lestur.
    • mismunandi lestraraðferðum, t.d. hraðlestri, nákvæmnilestri og leitarlestri.
    • nokkrum tegundum bókmennta- og nytjatexta, t.d. skáldsögum, smásögum og blaðagreinum.
    • gagnlegum orðaforða.
    • helstu grunnhugtökum um ritun, t.d. setningu, málsgrein og efnisgrein/greinaskilum.
    • helstu málfræðihugtökum, t.d. heiti orðflokka, fall- og tíðbeygingu.
    • mikilvægum atriðum sem einkenna góða framsögn og umræður, t.d. þögnum í lestri, raddstyrk og hlustun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnþáttum í námstækni, t.d. í að draga saman aðalatriði, skipulagi og tímastjórnun.
    • lesa sér til gagns og gaman texta af ýmsum toga.
    • nota mismunandi lestraraðferðir við ólíka texta.
    • kynna og lýsa munnlega ýmiss konar efni.
    • semja fjölbreytilega texta, t.d. skilaboð, atvinnuumsókn og stutt ritunarverkefni.
    • nota helstu grunnhugtök í ritun, t.d. setningu, málsgrein og efnisgrein/greinaskil.
    • nota yfirlestrarforrit og orðabækur til að lagfæra eiginn texta.
    • nýta sér málfræðihugtök til að bæta rit- og talmál.
    • nota orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli.
    • rökstyðja skoðanir sínar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja námstækni og aðferðir sem skila góðum árangri náminu sem metið er með les- og hlustunarskilningsverkefnum.
    • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • stunda nám í erlendum málum sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • túlka atburðarás og lýsa persónum í bókmenntum sem metið er með skriflegum verkefnum og prófi.
    • meta upplýsingar í blaða- og tímaritsgreinum sem fjalla um ýmis málefni og atburði. Metið með munnlegum og skriflegum verkefnum.
    • tala og rita fjölbreytt mál og forðast einhæfni sem metið er með munnlegum og skriflegum verkefnum.
    • halda uppi samræðum og rökstyðja eigin skoðanir sem metið er með matslistum fyrir hópumræður.
    Við mat á framvindu náms verður lögð áhersla á að námsmatið tengist námsmarkmiðum á skýran hátt og mun matið taka á þekkingar-, leikni- og hæfniþáttum. Símat fer fram samhliða vinnunni í skólanum. Í upphafi fá nemendur að vita hvaða þættir verða metnir og þeim gerð grein fyrir hvernig skráningu námsmatsins verði háttað. Þekking nemenda á skipulagi námsmatsins opnar augu margra þeirra fyrir því að vinnusemi borgar sig. Í kennsluáætlun kemur fram hvaða þættir liggja að baki vinnueinkunn.