Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323774556

    Vistfræði
    LÍFF3VF05
    5
    líffræði
    vistfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum valáfanga í líffræði fyrir náttúruvísindabraut er gerð grein fyrir viðfangsefnum vistfræðinnar, farið í helstu hugtök og undirstöðuatriði fræðigreinarinnar með áherslu á sérstöðu Íslands. Helstu efnisþættir eru: ágrip af sögu vistfræðinnar, helstu hugtök vistfræðinnar, vistfræðirannsóknir, uppbygging vistkerfa, sérstaða Íslands, orkuflæði og efnahringrásir, líffræðilegur fjölbreytileiki, tegundasamsetning vistkerfa, stofnvistfræði, sjálfbær nýting auðlinda og náttúruvernd. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir vistfræði sem fræðigrein, þekki aðferðafræði hennar og öðlist skilning á helstu hugtökum. Nemendur skilji mikilvægi fjölbreytileika vistkerfa og þekki sérstöðu Íslands í því samhengi. Kynnt er mikilvægi þekkingar á vistfræði fyrir viðfangsefni daglegs lífs, tengsl við aðrar fræðigreinar og hvaða möguleika vistfræðin gefur til framtíðar. Nemendur verði búnir undir frekara nám í líffræði.
    LÍFF2LE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu vistfræðinnar
    • helstu hugtökum vistfræðinnar
    • vistfræðirannsóknum
    • uppbyggingu vistkerfa
    • sérstöðu Íslands
    • orkuflæði og efnahringrásum
    • líffræðilegum fjölbreytileika
    • tegundasamsetningu vistkerfa
    • helstu hugtökum í stofnvistfræði
    • sjálfbærri nýtingu auðlinda
    • helstu rökum fyrir náttúruvernd
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa vistfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • beita hugtökum vistfræðinnar
    • þekkja ólík vistkerfi
    • fara í vettvangsferðir
    • vinna skýrslur
    • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru í víðum skilningi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka skilning sinn á vistfræðilegum viðfangsefnum
    • geta tekið rökstudda afstöðu til vistfræðilegra dægurmála
    • tengja undirstöðuþekkingu í vistfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    • taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. vistfræðilegra þátta
    • afla sér frekari þekkingar á sviði vistfræðinnar
    Símatsáfangi