Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326374414

    Prjón, hekl og útsaumur
    HAND1PH05
    1
    handmennt
    hekl og útsaumur, prjón
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kynnt eru tæki og efni sem unnið er með í handmenntum og nemendum er kennt að nota þau við vinnu. Þá eru kynntar grunnvinnsluaðferðir í nokkrum undirstöðugreinum handmenntar svo sem prjóni, hekli og útsaumi. Auk þess kynnast nemendur ýmsu föndri sem tengist árstímanum hverju sinni. Nemendur vinna hagnýtar prufur og stærri verkefni og lögð er áhersla á skapandi hugsun í útfærslu og einnig vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í prjóni og prjónlesi, hekli og útsaumi
    • ýmsum aðferðum við að ganga frá og meðhöndla hannyrðir
    • undirbúningsvinnu fyrir ákveðin verk
    • möguleikum sem eru fyrir hendi í ýmissi textílvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota grunnaðferðir prjóns, hekls og útsaums
    • nýta sér mismunandi (hrá)efni í vinnslu ýmissa hluta
    • búa til vinnulýsingu fyrir einfaldan hlut
    • búa til vinnulýsingu að hlut sem hann fær hugmynd að
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita nýrra hugmynda til að iðka handmenntir
    • geta yfirfært hugmynd sína yfir í unninn hlut
    • útfæra verkefni eftir skrifaðri jafnt sem teiknaðri vinnulýsingu
    • temja sér vönduð og öguð vinnubrögð
    Símatsáfangi