Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326450474

    Tal, hlustun, lesskilningur og ritun
    SPÆN1TH05
    2
    spænska
    hlustun, lesskilningur og ritun, tal
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Þar sem um byrjunaráfanga er að ræða er mikil áhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins strax frá upphafi. Í byrjun er sérstök áhersla á hlustun og stutt samtöl svo nemendur átti sig á hljóðkerfi spænskunnar en almennt eru nemendur þjálfaðir jafnt og þétt í öllum færniþáttum, tali, hlustun, lesskilningi og ritun. Nemendur þjálfast í nokkrum grunnatriðum málfræðinnar, byggja upp grunnorðaforða og þjálfast í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi. Þeir þjálfast einnig í að afla sér einfaldra upplýsinga. Hinn spænskumælandi heimur er kynntur í tengslum við námsefnið og er bætt við þá þekkingu með ýmsu ítarefni, t.d. tónlist og myndefni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • nokkrum helstu grundvallarþáttum spænsks málkerfis svo sem framburði, tónfalli og einfaldri setningaskipan
    • spænskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
    • mjög einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • geta fylgt einföldum fyrirmælum og skilið helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og athöfnum og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • skrifa stutta, einfalda texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fylla út einföld eyðublöð, skrifa póstkort o.fl.
    • nýta sér ýmis hjálpargögn í spænskunáminu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • beita mismunandi aðferðum til að skilja einfalda ritaða texta
    • taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
    • segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni
    • rita mjög einfalda texta
    Lokapróf og vinnueinkunn