Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1328868224

    Inngangur að félagsfræði
    FÉLA2AK06
    1
    félagsfræði
    almenn kynning
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagsfræðinni sem vísindagrein. Fjallað er um félagsfræðilega rannsóknarhefð og nemendur eiga að gera félagsfræðilega rannsókn. Þá eru samfélagsleg málefni eins og menning, trú, fjölskyldan, atvinnulíf og stjórnmál skoðuð með gleraugum félagsfræðinnar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samfélagi sínu nær og fjær
    • gagnvirkni samfélags og einstaklings
    • hugtakanotkun í félagsfræði
    • félagsfræðilegum hugsunarhætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um samfélagið sitt
    • skilja gagnvirkni samfélags og einstaklings
    • mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
    • eiga samstarf og samskipti við aðra
    • tjá félagsfræðilega þekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina tiltekna þætti í samfélagi sínu á félagsfræðilegan hátt ...sem er metið með... könnunum og verkefnum
    • þróa með sér öguð og sjálfstæð vinnubrögð ...sem er metið með... rannsóknarverkefni
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... hópaverkefnum
    • kynna sér ofan í kjölinn tiltekið félagsfræðilegt rannsóknarefni ...sem er metið með... rannsóknarverkefni
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Einstaklings- og hópverkefni. Rannsóknarverkefni. Kannanir og mat kennara.