Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331155044

    Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
    FSFÞ2FJ05
    1
    fjölskyldan og félagsleg þjónusta
    fjölskyldan og félagsleg þjónsusta
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um helstu fjölskyldugerðir í nútímasamfélagi og þær breytingar sem hafa orðið á fjölskyldum og hlutverki þeirra í sögulegu ljósi. Einnig eru skoðaðar ólíkar félagslegar þarfir sem og félagslegir erfiðleikar sem geta komið fram í fjölskyldum og lagalegur réttur þeirra til félagslegrar þjónustu.
    FSFÞ1FJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreytileika fjölskyldna í íslensku samfélagi og breyttu hlutverki fjölskyldunnar í nútímasamfélagi.
    • helstu þáttum félagslegrar þjónustu og forsendum réttinda.
    • barnaverndarlögum.
    • ólíkum þörfum fjölskyldna vegna erfiðra félagslegra aðstæðna, s.svímuefnavanda, ofbeldis, fjárhags- eða samskiptavanda.
    • fjölskyldum seinfærra foreldra.
    • mikilvægi þess að afla upplýsinga og vísa fólki áfram til að leita lausna í erfiðri stöðu.
    • mikilvægi víðsýni og umburðarlyndis í þjónustu við fólk í fjölbreyttum erfiðum aðstæðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða breytingar á ólíkum fjölskyldugerðum.
    • skoða breytingar á ólíkum hlutverkum fjölskyldunnar í sögulegu samhengi.
    • greina þarfir ólíkra fjölskyldugerða. lesa lög og reglugerðir til að gera sér grein fyrir forsendum ýmissa réttinda til félagslegrar þjónustu.
    • greina ólíkar aðstæður barna út frá réttindum þeirra og velferð.
    • skoða og greina flóknar aðstæður fjölskyldna sem glíma við félagslegan og persónulega vanda.
    • afla og miðla upplýsingum um þjónustu fyrir fjölskyldur.
    • vinna verkefni sem auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart fólki í erfiðum aðstæðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast betri skilning á og næmni fyrir fjölbreyttum og erfiðum aðstæðum fjölskyldna sem metið er með dagbókarskrifum nemanda.
    • leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum með því að gera grein fyrir réttindum fólks til félagslegrar þjónustu sem í boði er hverju sinni. Þetta er mælt með verkefnalausnum ásamt málstofum þar sem lausnir eru greindar og val úrræða rökstutt.
    • vinna að velferð barna í erfiðum aðstæðum með því að upplýsa og styðja foreldrana ásamt því að greina vanrækslu og ofbeldi. Þetta er mælt með úrlausnum nemenda á verkefmum sem innihalda mismunandi dæmi um vandamál.
    • deila með öðrum þekkingu, fordómaleysi og hæfni til að koma til móts við og þjónusta fólk í ólíkum aðstæðum. Mælt með rökræðum og skriflegum verkefnum um siðferðismál.
    • ástunda sjálfstæð vinnubrögð og yfirfæra reynslu þegar tekist er á við ný verkefni sem mælt er með greininga- og lausnarverkefnum, jafningjamati og umræðum.
    Námsmat er fjölbreytt og byggist á einstaklings- og hópverkefnum byggðum á námsefni frá kennara, upplýsingaleit á neti um réttindi og þjónustutilboð. Dagbókarverkefni eru unnin alla önnina til að þróa og meta hæfni nemenda til að setja sig inn í aðstæður fólks. Veigamikill þáttur í námsmati er virkni og fumkvæði í lausnamiðaðri umræðu um siðferðileg og persónuleg málefni. Lokaverkefni með heimildavinnu og kynningar. Áhersla er lögð á að nemendur miðli eigin reynslu úr lífi og starfi til annarra nemenda í áfanganum.