Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331563380

    Myndbygging og formfræði
    MYND2MF05
    1
    myndbygging
    myndbygging og formfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hér er haldið áfram að rannsaka eðli og merkingu myndbyggingar og formfræði með fjölbreyttum tækniaðferðum og verkefnum. Þetta er m.a. gert með ýmsum tvívíðum aðferðum svo sem teikningu, málun, ljósmyndum, háþrykksaðferðinni dúkristu og tölvuforritinu Photoshop og jafnvel einföldum þrívíðum aðferðum Nemendur halda áfram að þjálfast í markvissri skissugerð og hugmyndavinnu og að þjálfast í að kynna, greina og ræða um eigin verk og annarra á sem uppbyggilegastan hátt. Nemendur kynnast íslenskum samtímalistamönnum bæði í tímum og með því að fara á sýningar og reynt er að tengja verk þeirra verkefnum áfangans.
    HUGM1HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig formfræði spilar hlutverk í gerð allrar sköpunar
    • hvert sé hlutverk forma, lína og lita í myndverkum
    • hvað sé myndbygging og hvernig röðun mismunandi forma, lína og lita getur breytt verkum
    • hvernig búa á til grafíkmynd með háþrykki s.s. dúkristu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með form á margvíslegan hátt í verkum sínum
    • nota mismunandi myndbyggingu til að tjá mismunandi hluti í eigin verkum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota formfræði og mismunandi myndbyggingu til marvissrar tjáningar í myndverkum ...sem er metið með... verkefnum
    Símat þar sem öll verkefni nemenda, verkleg og skrifleg, verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara.