Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352370453

    Dagbók og uppgjör
    BÓKF1DU05
    3
    bókfærsla
    dagbók, fjármál einstaklinga, grunnatriði bókfærslu, uppgjör
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    A) Byrjunaráfangi þar sem fjallað er um bókhaldshringrásina og helztu reglur tvíhliða bókhalds. Fjallað er um grundvallarhugtökin eignir, skuldir,gjöld og tekjur . Æfðar eru almennar færslur í dagbók með notkun helztu grunnreikninga í fjárhagsbókhaldi og gerð efnahags- og rekstrarreiknings . Æfð er færzla virðisaukaskatts í bókhaldi. B) Að auki er farið í fjármál ungs fólks og útskýrð og æfð meðferð launaseðils, greiðsla persónuskatta, meðferð fjármuna svo sem sparnaður og geymsla, lánamá l, skuldir, neyzlustýring, rekstur bíls og áætlanir um fjárhag.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds
    • grundvallaratriðum í persónulegum fjármálum og geri sér grein fyrir afleiðingum ýmsra fjármálagerninga í einkalífi
    • hvernig nýta má internetið til að sækja sér upplýsingar og útreikninga á algengum fjárhagsatriðum eins og útreikningi vaxta, greiðslubyrði lána o.fl.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa einfaldar dagbókarfærslur
    • setja upp reikningsjöfnuð
    • færa niðurstöður dagbókar í aðalbók og semja efnahags- og rekstrarreikning
    • gera einfaldar leiðréttingar (millifærslur) á reikningsjöfnuði og gera upp virðisaukaskatt
    • nota aðferðir til að hafa yfirsýn og stjórn á daglegum fjármálum svo sem með einfaldri áætlanagerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og túlka niðurstöður lykiltalna í bókhaldi s.s. rekstrar- og efnahagsreikningi
    • gera sér grein fyrir afleiðingum ýmissa fjárhagsaðgerða í einkalífi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.