Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352373316

    Tónlist og tískustraumar
    FÉLA1TT05
    2
    félagsfræði
    alþýðutónlist, tískustraumar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn samanstendur af efni úr félagsfræði og sögu (valið af kennara). Í áfanganum eru rakin valin efni úr sögu Íslands og Evrópu s.l. 40 ár. Hún er rakin í tengslum við þróun alþýðutónlistar og tískustrauma á tímabilinu. Þeir þættir sem teknir eru til umfjöllunar eru: - Þróun þjóðfélagsbreytinga á tímabilinu. - Stjórnmálasaga. - Þróun kjarabaráttu (verkalýðssaga). - Tækniþróun, s.s. í kringum fjölmiðla og hvernig viðhorf til þeirra hefur breyst. - Sjálfsmynd og lífstíll ungmenna á tímabilinu o.fl. í tengslum við sögu alþýðutónlistar og tískustrauma.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig lífstíll ungmenna og umræða um hann hefur breyst á tímabilinu
    • hvernig tískustraumar taka stöðugum breytingum
    • hvernig fjölmiðlar hafa breyst á tímabilinu
    • hvernig viðhorf til alþýðutónlistar hefur breyst á tímabilinu
    • helstu þáttum stjórnmála á tímabilinu
    • hvernig þróun í málum launþega og kvenréttinda hefur verið
    • hvernig á að halda framsögu
    • hvernig á að byggja upp stutta greinargerð („ritgerð“)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa framsögur og ritgerð og geta fært rök fyrir málflutningi sínum
    • finna út hvar sé hægt að fá upplýsingar um efni sem tengist vinnu þeirra
    • þekkja muninn á hægri og vinstri í stjórnmálum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta lífstíl ungmenna á tímabilinu
    • meta umfjöllun fjölmiðla í ákveðnum málum og hvers vegna að sum mál virðast mikilvægari en önnur
    • meta hvernig tískustraumar og tónlist blandast saman
    • meta hvort stjórnmálaskoðanir eru til hægri eða vinstri
    • meta og mynda sér skoðun á launþegamálum og kvennabaráttu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.