Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1329218754

    Eðlisfræði - aflfræði
    EÐLI2AF06
    7
    eðlisfræði
    aflfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    AF
    Þessi áfangi er byrjunaráfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut. Nemendur kynnast grundvallarhugtökum í aflfræði, varmafræði og raffræði. Nemendur eiga að geta beitt SI einingakerfinu og kunni skil á helstu lögmálum og jöfnum sem tengjast námsefninu.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum STÆR3HO06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum í afl- varma- og rafmagnsfræði
    • hreyfingu hlutar með jafnri hröðun eftir beinni braut
    • skilgreiningu á massa og þyngd
    • lögmálinu um varðveislu orkunnar og hreyfilögmál Newtons
    • varðveislu skriðþunga í einföldum árekstri
    • SI einingakerfinu við lausn verkefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fara með tölur, vigra og ýmis stærðfræðileg hugtök við lausn eðlisfræðilegra verkefna
    • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
    • umrita jöfnur og finna óþekktar stærðir í ýmsum dæmum
    • framkvæma verklegar æfingar og setja fram niðurstöður á réttan hátt
    • gera skýrslur úr verklegum æfingum og geti metið hvort niðurstöður mælinga séu raunhæfar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og sinni náminu af ábyrgð
    • nota námsefni og gögn á markvissan hátt
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum raungreinum til að auðvelda lausn og skilning á verkefnum
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Meðaltal skilaverkefna t.d. Heimadæma (40%) Meðaltal stærri kaflaprófa (50%) Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum (10%)