Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352302938

    Inngangur að heimspeki
    HEIM2IH04
    5
    heimspeki
    inngangur að heimspeki
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og viðfangsefnum heimspekinnar og nokkra færni í beitingu þeirra. Byrjað verður á heillislíkingu Platóns, farið yfir draumarök Descartes og billjarðkúlur Humes, auk hugmynda Kants um nauðsyn þess að þora að hugsa sjálfstætt. Hugað verður að gagnrýni póstmódernista á vísindahyggju og algildan sannleika og viðbrögðum vísindamanna við meintu tískubulli og gervivísindum.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kenningum í þekkingarfræði
    • muninum á skoðun og þekkingu
    • muninum á afleiðslu og aðleiðslu
    • vísindalegri aðferð
    • sókratískri aðferð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa þekkingarfræðilegt efni til skilnings
    • beita hugtökum eins og aðleiðslu og afleiðslu skilmerkiega
    • útskýra heimspekilegan texta með sínum eigin orðum
    • setja fram spurningar og taka þátt í heimspekilegri umræðu
    • tjá heimspekiþekkingu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um rökhyggju og raunhyggju á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... umræðum og verkefnum úr lesefni áfangans
    • taka þátt í gagnrýninni samræðu um heimspekilegt efni ...sem er metið með... umræðum og verkefnum um málefni líðandi stundar
    • skrifa heimspekiritgerð um tiltekið efni ...sem er metið með... heimildaritgerð skv. akademískum kröfum
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn og lýðræðislegan hátt ...sem er metið með... einstaklings- og hópaverkefnum
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemandans er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Ýmis verkefni (70%), drög að heimildaritgerð (10%), heimildaritgerð (20%)