Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1352991850

    Kynning á líf- og efnafræði
    NÁTT1LE05
    3
    náttúrufræði
    efnafræði, líffræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Meginviðfangsefni áfangans er að kynna nemendum líffræði og efnafræði frá mismunandi sjónarhornum og tengja þessar vísindagreinar daglegu lífi þeirra. Í áfanganum er almenn aðferðafræði náttúru- og raunvísinda einnig kynnt fyrir nemendum. Efnafræðin og líffræðin eru fléttaðar saman og uppbygging lífheimsins skoðuð allt frá atómi upp í flókna lífveru (t.d. manninn). Í efnafræðinni er s.s. uppbygging atóms skoðuð, sem og frumefni, efnasambönd, eiginleikar efna, efnatákn, heiti efna og efnahvörf með áherslu á efni líkamans. Í líffræði verður bygging og starfsemi frumna, vefja, líffæra og helstu líffærakerfa skoðuð með áherslu á líkama mannsins. Nemendur læra um grunnstarfsemi lífvera, flokkun þeirra, æxlun og erfðafræði. Einnig verða grundvallaratriði vistfræði kynnt með áherslu á umhverfi nemenda og sjálfbærni. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á tengslum líffræðinnar við daglegt líf.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum, sérkennum og aðferðafræði líf- og efnafræði
    • grunnuppbyggingu atóms, frumefna og efnasambanda
    • grunnuppbyggingu lotukerfisins, efnatáknum og heitum efna
    • einföldum efnahvörfum og eiginleikum efna með áherslu á efni líkamans
    • byggingu og starfsemi fruma, líffæra og líffærakerfa með áherslu á eigin líkama
    • helstu einkennum og grunnstarfsemi lífvera
    • flokkun lífvera í ríki og fylkingar
    • helstu kenningum um erfðir og þróun
    • grundvallaratriðum vistfræði og tengslum hennar við sjálfbærni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum fræðigreinanna á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • tjá sig um líf- og efnafræðileg málefni samfélagsins á skýran og ábyrgan hátt
    • lesa einfaldar líf- og efnafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • skoða og greina lífverur í náttúrunni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast líf- og efnafræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
    • taka ábyrga afstöðu um eigin velferð og áhrif sín á umhverfið með tilliti til einfaldra líf- og efnafræðilegra þátta
    • afla sér frekari þekkingar á líf- og efnafræðilegum viðfangsefnum daglegs lífs
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.