Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353509686

    Ferðalög og menning
    ÞÝSK2FM05
    9
    þýska
    ferðalög, menning, stig a2 - b1 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    ÞÝSK2FM05 er fyrsti þýskuáfanginn á öðru þrepi og er byggt markvisst ofan á þá kunnáttu sem nemandinn öðlaðist í undanförum og þá sérstaklega ÞÝSK1VU05. Áfram er lögð áhersla á alla málfærniþætti með aukinni áherslu á munnlega og skriflega tjánngu. Málfræðiatriði, sem kynnt voru í undanfara, eru rifjuð upp og æfð í nýju samhengi. Þemu sem unnið er með tengjast m.a. dagblöðum og fjölmiðlum, ferðalögum, áhugaverðum stöðum á þýska málsvæðinu, tómstundaiðju, veðri og veðurspá. Unnið er með mismunandi efni: texta í kennslubók, bókmenntatexta, tónlist og stutt myndbönd (Deutsche Welle). Lesin er smásaga eða léttlestrarbók á þyngdarskala 2 til 3, sem nemendur gera grein fyrir í samtali við kennara (hluti af munnlegu prófi). Þá er horft á eina kvikmynd sem nemendur fjalla um í stuttri tímaritgerð og tjá sig um á munnlegu prófi. Nemendur vinna að hluta til sjálfstætt m.a. við verkefni að eigin vali. Þeir halda stutta kynningu í hópnum um valið efni, t.d. áhugamál, borg eða fylki á þýska málsvæðinu. Við lok áfangans eiga nemendur að vera komnir að mörkum A2 og B1 á samevrópska matsrammanum en áhugasamir nemendur geta þó verið komnir mun lengra.
    ÞÝSK1VU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að ná hæfnimarkmiðum áfangans
    • mannlífi og menningu í þýskumælandi löndum með áherslu á líf ungs fólks og geta tengt það eigin reynslu
    • grundvallaratriðum þýska málkerfisins þ.á.m. flóknari atriðum eins og viðtengingarhætti og þolmynd
    • mismuninn á töluðu og rituðu máli t.d. hvað varðar notkun einfaldrar þátíðar
    • almennum samskiptavenjum og og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja meginefni lengri texta með almennum orðaforða
    • ná aðalatriðum í styttri textum í dagblöðum, tímaritum eða á netinu með hjálp orðabókar
    • skilja talað mál um þekkt efni og ná aðalatriðum í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmarkað efni
    • nota orðaforða sem gagnast við almenn samskipti við þýskumælandi fólk
    • taka þátt í samtali um afmarkað undirbúið efni
    • halda stutta kynningu eða segja skilmerkilega frá undirbúnu efni , t.d. sögu eða kvikmynd
    • skrifa lengri samfelldan texta t.d.um persónulega reynslu eða útdrátt úr bók eða kvikmynd og taka afstöðu
    • lýsa staðháttum og landslagi
    • tjá sig markvisst með því að nota málfræðiatriði eins og aukasetningar, tíðir sagna, lýsingarorð, persónufornöfn og forsetningar af meira öryggi en áður í ræðu og riti og flóknari atriði eins og þolmynd og viðtengingarhátt í ritun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál ef talað er skýrt og bregðast rétt við, svo og fjölmiðlaumfjöllun um þekkt, afmarkað efni
    • nota mismunandi aðferðir við lestur eftir því hver tilgangurinn er
    • lesa og skilja meginefni lengri texta með almennum orðaforða og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnugt
    • greina aðalatriði í flóknari sérhæfðum textum með hjálp orðabókar
    • eiga tjáskipti við þýskumælandi aðila um efni sem tengjast daglegu lífi, ferðalögum, skóla og starfi
    • segja skírt og skilmerkilega frá undirbúnu eða vel þekktu efni
    • geta lýst staðháttum og landslagi í heimabyggð í ræðu og riti
    • skrifa lengri samfelldan texta um afmarkað efni almenns eða persónulegs eðlis og gera grein fyrir skoðun sinni
    • nýta sér öll helstu grundvallaratriði þýskrar málfræði í ritun
    • meta eigið vinnuframlag og framfarir í þýskunáminu
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til tungumálanáms og vera óhræddur við að nota það sem hann er búinn að læra til samskipta við þýskumælandi fólk
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.