Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353515920

    Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur
    HUGM2HS05
    1
    hugmyndavinna
    hugmyndaauðgi, sköpunarkraftur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með að virkja sköpunarkraft og hugmyndaauðgi nemenda. Nemendur kynnast aðferðum og tileinka sér hefðbundnar/ persónlegar vinnuaðferðir við úrvinnslu hugmynda. Nemendur safna hugmyndum í leiðabók/ skissubók og vinna með sambandið á milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar. Unnið er markvisst með form, áferð, mynstur, litanotkun, hugmyndavinnu í tölvu og afrakstrinum safnað í hugmyndabanka/bók. Á þessari vinnu byggist áframhaldandi verkefnavinna í áfanganum s.s. textílhönnun, vöruhönnun og skúlptúr. Sérstök áhersla er lögð á þemavinnu/hópvinnu sem tengist uppsetningu á sýningu innan eða utan skóla. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og að nemendur læri að taka gagnrýni, meta eigin verk og annarra á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Nemendur fara í vettvangsferðir og á fyrirlestra í tengslum við námið.
    SJÓN1TE05 og SJÓN2LF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað hugtökin list og hönnun standa fyrir í víðum skilningi
    • hver munurinn er á öpun og sköpun
    • náttúrunni og eigin menningu sem uppsprettu hugmynda
    • að verða læs á umhverfi sitt og læra að tjá sig um það munnlega, skriflega, verklega
    • nýjungum í gegnum upplýsingamiðla, handbækur og fagtímarit
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir við hönnun og hugmyndavinnu s.s. hugmyndasöfnun, lita og formfræði, skissuvinnu á blað og í tölvu
    • vinna með mismunandi hráefni og gera tilraunir með efnin hefðbundin og óhefbundin
    • koma hugmyndum sínum myndrænt á framfæri í formi skissuvinnu á blaði eða í tölvu
    • temja sér sjálfstæði, gagnrýna hugsun og öguð vinnubrögð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar
    • skilja mikilvægi ferilvinnu í allri sköpun
    • kynna og rökstyðja hugmyndina/verkefnið fyrir samnemendum og kennara
    • greina hvernig gagnrýni á verk hans getur gagnast við endanlega útkomu
    • hugleiða útlit og notagildi út frá fagur- og formfræðilegum forsendum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.