Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353518512

    Grunnatriði og tækni
    SVIÐ1GT05
    1
    sviðslistir
    grunnatriði, tækni
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn veitir grunnþekkingu í tækni og vinnu í sviðslista. Nemendur kynnast ýmsum upphitunaræfingum og –leikjum og aðferðum spunavinnu auk þess að læra grunntækni í raddbeitingu, framsögn og hreyfingum á sviði. Einnig verður horft á upptökur af nokkrum sviðslistaverkum og verkefni unnin upp úr þeim.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hverjar helstu greinar sviðslista eru
    • mikilvægi líkamlegrar nærveru og einbeitingar á sviði
    • mikilvægi upphitunar, tilraunavinnu og spuna í sviðslistavinnu
    • mikilvægi jákvæðrar nálgunar og samvinnu í skapandi starfi
    • ýmsum leiðum til frumsköpunar í sviðslistum
    • helstu þáttum þess ferlis sem liggur til grundvallar fullbúnum sviðslistaverkum, frumsköpun verka, persónusköpun og útlitshönnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera upphitunaræfingar
    • vinna styttri sviðslistaverk með hópi með ýmsum aðferðum
    • beita hugmyndavinnu í útlitshönnun sviðslistaverka
    • greina ferli sviðslista frá spuna og tilraunavinnu til fullbúinnar sýningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í skapandi hópastarfi af öryggi
    • beita nokkrum grunndvallaraðferðum í sköpun sviðslistaverka
    • taka þátt í umræðum um sviðslistir
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.