Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1353580799

    Lífeðlis- og þjálffræði
    LÍFF3LÞ05
    13
    líffræði
    lífeðlisfræði, þjálffræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfangamarkmið: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og áhrif markvissrar þjálfunar á þessi líffærakerfi. Einnig verður fjallað um gerð vöðvaþráða og áhrif mismunandi þjálfunar á starfsemi þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á að tengja lífeðlisfræði við íþróttaiðkun. Í áfanganum verður fjallað um þol, kraft, hraða og liðleika. Farið verður yfir kannanir tengdar þrekþáttum. Komið er inn á tækni og tækniþjálfun íþróttamanna. Nemendur fræðast um skipulag þjálfunar íþróttamanna og mikilvægi markmiðs-setningar í tengslum við áætlanagerð. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Efnisatriði: Lífeðlisfræði, efnaskipti, líffærakerfi, hraðir og hægir vöðvaþræðir, hjarta og blóðrásarkerfi, endurmyndun ATP, orkuþörf við mismunandi álag, þol, þolþjálfun, loftháð þol, loftfirrt þol, grunnþol, sérhæft þol, þjálfunaraðferðir, kraftur, kraftþjálfun, kannanir á þrekþáttum. Liðamót, aðferðir við liðleikaþjálfun, vöðvar, bandvefur, taugakerfi, hraði, hraðaþjálfun, viðbragð, hraðakraftur (snerpa), tækniþjálfun, heildaraðferð, hlutaaðferð, kannanir á hraða og liðleika, skipulag þjálfunar.
    ÍÞRF2ÞJ05 eða LÍFF2EL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis
    • starfsemi lungna
    • taugakerfi líkamans
    • vöðvakerfi líkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér helstu aðferðir sem beita má við uppbyggingu þols og krafts
    • læra æfingar og leiki sem nota má markvisst til að byggja upp þol og kraft
    • þekkja helstu þjálfunaraðferðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota aðferðir við liðleika og þolþjálfun
    • nota aðferðir við kraft og hraðaþjálfun
    • nota aðferðir við tækni og tækniþjálfun
    • nota markvisst skipulag íþróttaþjálfunar
    • framkvæma kannanir á þrekþáttum
    • nýta sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.