Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1355490439

    Frjáls málun
    MYNL3FM05
    3
    myndlist
    frjáls málun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Ætlað nemendum með undirstöðu í málun og teikningu. Í upphafi áfanga eru lögð fyrir verkefni þar sem reynir á teikni- og myndskipunarkunnáttu. Einnig eru frjáls viðfangsefni. Mikilvægt er að nemendur hafi góðan grunn í teikningu, myndbyggingu og formfærði og séu búnir með báða sónlistaáfanga skólans eða annað sambærilegt. Gerðar verða fjölbreyttar æfingar sem stuðla að betri skilningi á eðli og áhrifum lita. Sérstök áhersla verður lögð á litafjarvídd og dýpt í málverki. Verkefnin verða tengd við dæmi úr listasögunni. Farið verður í ljósmyndaferð og unnið verður upp úr afrakstri hennar. Sérstök áhersla á skynjun, greiningu og blöndun lita. Skoðaðar verða ýmsar leiðir til að stækka upp og nýta sér ljósmyndina í málverki. Áhersla lögð á þjálfun í litgreiningu og litablöndun. Í seinni hluta áfangans er unnið í frjálsri málun. Fjallað er um efnasamsetningu lita og íblöndunarefna og þau efni sem málað er á. Einnig er fræðsla um pensla og önnur verkfæri tengd málun.
    SJÓN1TE05 OG SJÓN2LF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi réttrar meðhöndlunar efna og áhalda í málun
    • mismunandi stílbrigðum og aðferðum í málun
    • mismunandi áferðum í málun
    • helstu efnum sem notuð eru við olíumálun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu efni sem notuð eru við olíumálun
    • nýta sér teiknikunnáttu sína, þekkingu á fjarvíddarreglum og myndbyggingu í málverkinu
    • ná valdi á blöndun lita
    • nýta sér litasamsetningar á markvissan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmynd og útfæra í málverk
    • skilgreina málverk ólíkra listamanna
    • fjalla um ólík listform í samhengi við hefðir og nýjar stefnur
    • kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.