Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1355499088

    Teikning og merking
    SJÓN1TE05
    1
    sjónlistir
    merking, teikning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum læra nemendur grunnatriði teikningar. Námið er í þremur hlutum. Í fyrsta hlutanum er lögð áhersla á að þjálfa formskilning með greiningu einfaldra forma, svo sem kassa- og kúluforma og athugun á náttúruformum. Í næsta hluta einbeita nemendur sér að skoðun umhverfisins. Þeir teikna rýmið í kringum sig, innanhúss og utan, og læra þannig forsendur eins og tveggja punkta fjarvíddar. Að lokum læra þeir að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Þar læra þeir að greina rétt stærðarhlutföll líkamans, stöðu og styttingar í rýminu. Í tengslum við vinnuna í teikningu er lögð á það áhersla að nemendur reyni að gera sér grein fyrir því í hvers konar samhengi þeir gætu nýtt sér þessa þjálfun miðað við eigin áhugasvið. Þeir eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar áfram á þessu stigi og að nota skissubækur við þá þróun. Í þessu samhengi eru þeim kynntar forsendur tákn- og merkingarfræði og teikningar þeirra skoðaðar út frá dæmum um sams konar áherslur í heiminum almennt. Áhersla er lögð á umræður og að nemendur geti greint niðurstöður sínar.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli, uppbyggingu og samsetningu mismunandi forma
    • mikilvægi grunnforma í myndsköpun
    • skynjun mismunandi forma í nánasta umhverfi og nýtingu þeirra í teiknivinnunni
    • mikilvægi samspils hugar og handa
    • því hvernig fjarvíddarstyttingar breyta myndinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skyggja og sneiða form á blaði, eins og kúlu, kassa, keilu, píramída og rör þannig að þau virðist eðlileg í rými
    • teikna einfaldar skissur út frá mismunandi fyrirmyndum
    • teikna einfalda hluti þannig að þeir sýnist réttir í rýminu
    • teikna einföld náttúruform þannig að þau verði trúverðug
    • teikna einfaldar rýmismyndir í fjarvídd og réttum hlutföllum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita táknfræðilegum rökum við umræðu um mögulega merkingu óhlutbundinna mynda og hlutbundinna mynda
    • sýna að hann geti þróað hugmyndir sínar út frá teiknivinnunni
    • hagnýta sér tæki eins og skissubækur við hugmyndavinnuna
    • ræða og rökstyðja þær hugmyndir sem hann túlkar í verkum sínum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.