Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1361743865.2

    Inngangur að forritun
    FORR2GF05
    7
    forritun
    breytur, flæðistýring, gagnaskipan, virkjar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er farið yfir uppbyggingu tölvunnar og grunnatriði hlutbundinnar forritunar í Java. Farið er yfir innviði tölvunnar, hugbúnað og hlutverk þeirra sem og helstu undirstöðuatriði hlutbundinnar forritunar til verkefnaúrlausna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu tölvunnar
    • þróunarumhverfi fyrir Java
    • málfræði Java forritunarmálsins
    • athugasemdum í forritum
    • frumbreytum og reiknivirkjum
    • meðhöndlun texta (strengja)
    • klösum og hlutum
    • inntökum og úttökum á keyrslutíma
    • búlskum segðum, skilyrðissetningum og lykkjum
    • fylkjum og föllum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa, prófa, þýða og keyra einföld forrit
    • stýra flæði í forritum
    • nota fyrirfram skilgreinda klasa
    • aflúsa forrit
    • hanna einfalda leiki
    • hanna forrit sem framkvæmir einfaldar stærðfræðiformúlur
    • skipta forritum í minni einingar með aðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa uppbyggingu tölvunnar og helstu þáttum hennar
    • meta hvernig best er að greina, hanna og forrita einföld forrit
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
    • sýna frumkvæði og frumleika við lausnir verkefna
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.