Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1361912997.27

    Deildajöfnur, tvinntölur
    STÆR3DT05
    92
    stærðfræði
    deildajöfnur, heildi, samleitni, tvinntölur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Unnið er með breiðbogaföll, snúning falla og tvinntölur og haldið er áfram með deildajöfnur og runur og raðir.
    STÆR3DH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • breiðbogaföllum
    • tvinntölum
    • reglu L’Hoptial
    • deildajöfnum af öðru stigi
    • snúningi falla, rúmmáli þeirra, yfirborðsflatarmáli og bogalengd
    • samleitniprófum raða
    • Taylor og Fourier röðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með tvinntölur, bæði í reikningi, myndrænt og við lausn jafna
    • beita reglu L’Hoptial til að finna markgildi
    • leysa deildajöfnur
    • finna rúmmál, yfirborðsflatarmál og bogalengd snúinna ferla
    • nota samleitnipróf til að kanna hvort raðir séu samleitnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt ...sem er metið með... skilaverkefnum og munnlegu prófi
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.