Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1361916876.21

    Algebra og föll
    STÆR2FG05
    94
    stærðfræði
    algebra, föll, gröf, veldi og rætur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginefni áfangans er algebra margliða og föll. Áhersla er lögð á stærðfræðileg vinnubrögð, framsetningu lausna og nákvæmni.
    B í grunnskóla eða sambærilegur undirbúningur
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • margliðum og reikniaðgerðum þeirra
    • lausnum annars stigs jafna
    • skilgreiningu falla, for- og varpmengja og myndrænni túlkun falla
    • línum, skurðpunkti þeirra, teikningu lína og línulegum ójöfnum
    • annars stigs föllum, vísisföllum, rótarföllum, logrum, algildum og ræðum föllum
    • þáttareglunni og lausn þriðja stigs jafna með henni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fjölbreyttum vinnubrögðum við lausn stærðfræðilegra verkefna
    • einfalda margliður
    • leysa annars stigs jöfnur með ólíkum aðferðum
    • túlka föll myndrænt
    • finna jöfnur lína útfrá punktum og skurðpunkt lína
    • finna núllstöðvar, for- og varpmengi falla og útgildispunkta þeirra
    • einfalda logra og leysa vísis- og lograjöfnur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Virkni er metin, lögð eru fyrir verkefni og stutt próf eftir atvikum. Í áfanganum er lokapróf.