Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1361971372.97

    Straumar og stefnur
    SVIÐ2SS05_1
    None
    sviðslistir
    stefnur, straumar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Byggt verður á þeim grunni sem lagður er í Sviðslistum 1. Áfram verður unnið með upphitunaræfingar, einbeitingu, framsögn og spuna en mismunandi aðferðum og kenningum í leiktækni og textameðferð á sviði blandað inn í það. Nemendur lesa leikrit, greina og vinna með ýmis konar leiktexta og öðlast innsýn í aðferðir helstu hugmyndasmiða leiklistarinnar, svo sem Stanislavskís, Brechts og Grotowskis og unnið með samsköpunaraðferð. Einnig verður horft á nokkur sviðs- og kvikmyndaverk og greiningar gerðar á þeim.
    SVIÐ1GT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndum Brechts, Stanislavskis og Grotowskis um leikhús
    • mismunandi aðferðum í senuvinnu
    • algengustu hugtökum helstu kennismiða meðal leikhúsmanna
    • samsköpunaraðferð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greinina leiktexta með mismunandi aðferðum
    • vinna í hópum og samstarfi í spuna og greiningarvinnu
    • beita nokkrum lykilþáttum samsköpunaraðferðar í leikhúsvinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota ýmsar aðferðir við greiningar- og senuvinnu
    • greina eftir aðferðum hvaða leikhúslistamanns leiksýningar eru unnar
    • setja fram eigin hugmyndir um leikhús í ræðu og riti og rökstyðja þær
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.