Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367429074.28

    Hornaföll, vigrar og keilusnið
    STÆR2HK05
    14
    stærðfræði
    Hornaföll, keilusnið, vigrar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni áfangans eru hornaföll, vigrar og keilusnið. Unnið er með hornaföll í þríhyrningum, út frá almennri skilgreiningu í tengslum við vigra og ferlar þeirra skoðaðir.
    STÆR2MA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Skilgreiningu hornafalla, umritunarreglum þeirra og gröfum
    • Reglum um notkun hornafalla í þríhyrningi
    • Lausn hornafallajafna- og ójafna og bogamáli
    • Skilgreiningu á vigrum í sléttum fleti og helstu eiginleikum þeirra s.s. hnitum, lengd og miðpunkti
    • Samlagningu vigra, innfeldi vigra, samsíða vigrum, hornréttum vigrum og horni milli vigra
    • Jöfnum hrings, sporbaugs og breiðboga
    • Sambandi pólhnita og rétthyrndra hnita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota hornaföll til að finna hliðalengdir, horn og flatarmál þríhyrninga
    • Einfalda og umrita stæður sem innihalda hornaföll og leysa hornafallajöfnur og –ójöfnur
    • Finna útslag, lotu og hliðrun hornafalla, teikna gröf þéirra og lesa úr gröfum
    • Skipta á milla gráða og bogamáls
    • Beita helstu reiknireglum vigurreiknings, s.s. að finna hnit vigra, lengd þeirra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra
    • Finna miðju og radíus hrings út frá jöfnu hans og öfugt og vinna á samsvarandi hátt með jöfnur sporbauga og breiðboga
    • Skipta á milli pólhnita og rétthyrndra hnita
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
    • Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • Beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.