Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370603008.58

    Ferðaþjónusta
    FERÐ3FÞ05
    1
    ferðamálafræði
    Ferðaþjónusta
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um ferðamennsku á Austurlandi. Móttöku ferðamanna, kynningu á mismunandi ferðaþjónustuaðilum og stofnunum á svæðinu s.s. Skriðuklaustri, Þjóðgarðsmiðstöð, óbyggðasafni og öðrum söfnum. Kynningu á afþreyingu s.s. „beint frá býli“, gönguleiðum, menningaratburðum á svæðinu, búskap, hestaferðum og útsýnisstöðum. Undirbúningur efnis fyrir ferðamenn er skoðaður og nemendur beita öllum erlendum tungumálum sem þeir hafa lært til að hanna kynningarefni, bæði ritað og sjónrænt. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar til að vinna að verkefnum og samtvinnun tækniaðferða nýtt í einstaklings og hópvinnu s.s. myndbandagerð á mismunandi tungumálum. Í þessum áfanga nota nemendur öll tungumálin sem þeir læra á alþjóðabraut.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ferðaþjónustu og helstu afþreyingarmöguleikum á Austurlandi
    • aðferðum, tækjum og tólum til að búa til einfalt og árangursríkt kynningarefni
    • undirstöðuatriðum í framsögn, framkomu og upplestri
    • því að útbúa margvíslega texta, meðal annars útdrátt og endursögn á ólíkum tungumálum
    • menningu, sögu, náttúrperlum og þjóðsögum svæðisins sem geta vakið áhuga erlendra ferðamanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja efni fyrir áheyrendur á mismunandi tungumálum
    • útbúa fjölbreytt kynningarefni; myndbönd, myndir og texta á mismunandi tungumálum
    • beita mismunandi kynningartækni eftir ólíkum hópum viðtakenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útbúa fjölbreytt ferða- og kynningargögn á mismunandi tungumálum
    • segja frá því helsta af svæðinu sem vakið gæti áhuga ferðamanna á mismunandi tungumálum
    • afla sér fjölbreyttra gagna til að hanna áhugaverða ferðakynningu