Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370604155.35

    Erlend samskipti
    ERLE3ES05
    1
    erlend samskipti
    Erlend samskipti
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er hannaður til að ýta undir og efla alþjóðasamskipti nemenda sem eru að læra erlend tungumál. Meginviðfangsefnið felst í að nota upplýsinga- og margmiðlunartækni til að tengjast nemendum í öðrum löndum og vinna að samvinnuverkefnum gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir s.s. etwinning og Comenius. Nemendur munu fá tækifæri til að meta eigin færni í erlendum tungumálum í samskiptum við jafningja sína gegnum sameiginlegt matsverkfæri, evrópsku tungumálamöppuna. Hæfni í lestri, ritun, ræðu og hlustun er efld með þverfaglegri vinnu, bæði gegnum vinnu í námsefni og með margmiðlunartækni. Námið í þessum áfanga eykur menningarlæsi og fjölmenningarmeðvitund nemenda auk meðvitundar þeirra um eigin menningu. Ennfremur efla nemendur félags- og borgaravitund sína, auk þess sem þeir þjálfast í samskiptatækni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi málnotkun og áherslum í samskiptum við fólk frá öðrum löndum
    • sterkum og veikum hliðum sínum í samskiptum á erlendu tungumáli gegnum vinnu í samvinnuverkefnum
    • mikilvægi menningar- og borgaravitundar þegar samskipti fara fram í alþjóðlegu umhverfi
    • nauðsyn sterkrar undirstöðu í málnotkun svo sem málfræði og orðaforða á erlendu tungumáli
    • hlutverki samvinnu þegar unnið er að samstarfsverkefnum
    • samskiptatækni sem eflir miðlun upplýsinga milli landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með jafningjum sínum í öðrum löndum að sameiginlegu verkefni
    • nota þau tungumál sem hann hefur lært til samskipta
    • gera grein fyrir niðurstöðum verkefna í ræðu og riti á erlendu tungumáli sem hann hefur lært
    • nýta sér upplýsingatækni
    • umgangast fólk á öðrum menningarsvæðum og virða siði þess og venjur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja menningarmun og aðlaga sig ólíkum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum
    • nýta þekkingu á erlendu tungumáli til að undirbúa vinnuskjöl s.s. kynningar, ritgerðir, myndbönd
    • túlka samskipti á erlendu tungumáli
    • nota internetið og aðra margmiðlunartækni til að efla samskipti og samvinnu við nemendur í öðrum löndum
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við einstaklings- og hópverkefni