Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371225509.64

    Auðug málnotkun
    ÞÝSK2AM05
    5
    þýska
    Auðug málnotkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    ÞÝSK 2AM05 er annar þýskuáfanginn á öðru þrepi og er hann á þrepi B1 í samevrópska matsrammanum. Í undanförum eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu á og leikni í beitingu allra helstu málfræðiatriða þýskrar tungu. Nú er ætlast til að þeir nýti sér þessa kunnáttu til að tjá sig á markvissari hátt og auðga mál sitt í ræðu og riti. Aðeins þyngstu málfræðiatriðin verða rifjuð upp svo sem tilvísunarsetningar, þolmynd og viðtengingarháttur. Eitt nýtt atriði verður kynnt og æft. Það er í raun viðbót við viðtengingarháttinn eða notkun hans í óbeinni ræðu. Orðaforði daglegs lífs er dýpkaður og aukinn og meiri áhersla er lögð á umfjöllun um valin málefni líðandi stundar hér heima og erlendis, menningu og sögu þýskumælandi landa. Unnið er með texta á netinu, bókmenntatexta, tónlist og stutt myndbönd (Deutsche Welle). Lesin er ein skáldsaga og margvísleg munnleg og skrifleg verkefni unnin í tengslum við hana. Þá er horft á eina kvikmynd sem nemendur fjalla um í tímaritgerð og tjá sig um á munnlegu prófi. Nemendur vinna að miklum hluta sjálfstætt m.a. við verkefni að eigin vali. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að halda stuttar kynningar á þýsku þar sem þeir segja frá völdum verkefnum. Verkefnum safna nemendur saman í annað hvort rafræna eða hefðbundna verkefnamöppu. Leitast verður við að hafa öll verkefni áfangans í rafrænu formi. Á þessu stigi þýskunámsins er æskilegt að nemendur þjálfist í erlendu samstarfi með þýsku sem samskiptamál.
    ÞÝSK2FM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að ná hæfnimarkmiðum áfangans
    • menningu og sögu þýskumælandi landa
    • stjórnskipan og uppbyggingu samfélaga á þýska menningarsvæðinu
    • flóknari þáttum málkerfisins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins munnlega og skriflega
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ólíkar textagerðir, beita lestraraðferðum við hæfi og vinna sjálfstætt úr efninu á skipulegan hátt
    • skilja texta með algengum orðaforða eða orðaforða sem tengist eigin áhugasviði án hjálpar orðabókar
    • ná aðalatriðum í útvarps og sjónvarpsþáttum um málefni líðandi stundar eða efni sem tengist áhugasviði hans
    • taka virkan þátt í daglegum samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
    • halda stutta kynningu eða segja skilmerkilega frá undirbúnu efni
    • skrifa lengri samhangandi texta þar sem fjallað er t.d.um persónulega reynslu, útdrátt úr bók eða kvikmynd og lýsa skoðun sinni á efninu
    • nota málfræðiatriði sem hann lærði í undanförum til að tjá sig á markvissari hátt og auðga mál sitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál ef talað er skýrt og bregðast rétt við
    • tileinka sér aðalatriðin í samtölum, kvikmyndum og meðalþungu efni í fjölmiðlum, hvort sem hann þekkir efnið eða ekki
    • skilja án vandkvæða megininntak samtala og umfjöllunar, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess
    • lesa og skilja meginefni lengri texta með almennum orðaforða og geta dregið ályktanir þótt efnið sé ekki kunnugt
    • takast á við flestar aðstæður sem geta komið upp á ferðalagi um svæði þar sem málið er talað
    • taka þátt í samræðum um þekkt efni sem tengist áhugasviði eða daglegu lífi án undirbúnings
    • segja skírt og skilmerkilega frá undirbúnu eða vel þekktu efni, tjá skoðun sína og rökstyðja mál sitt
    • skrifa lengri samfelldan texta um afmarkað efni almenns eða persónulegs eðlis og gera grein fyrir skoðun sinni
    • nýta sér öll helstu grundvallaratriði þýskrar málfræði í ræðu og riti