Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1383063501.69

    Aðferðir
    TEXT2AÐ05
    2
    textílhönnun
    aðferðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn byggist á að kynna hinar fjölmörgu aðferðir innan textílhönnunar og hvernig mismunandi tækni og efnisnotkun tengt aðferðum geta nýst sem möguleiki til listrænnar sköpunar, vöruhönnunar og listhandverks. Lögð er áhersla á vinnuaðferðir, tæki , tól, munsturgerð, litasamsetningar og efnisnotkun. Lögð verður áhersla á að vinna með efni og aðferðir á skapandi hátt. Unnið er með blandaða tækni og prufugerð í allskonar samhengi aðferða og efnisnotkunar. Aðaláhersla er á prjón, hekl, útsaum og þrykk. Auk þess fá nemendur að kynnast myndvefnaði, spjaldvefnaði, bútasaumi, knipli, þæfingu og fleiri aðferðum. Lögð er áhersla á skapandi og vönduð vinnubrögð í formi hugmyndamöppu sem inniheldur prufur, tilraunir, vinnulýsingar og skissur. Nemendur vinna munsturgerð á tölvu auk annarrar hugmyndavinnu sem tölvutækni býður upp á. Farið verður í vettvangsferðir og listhandverk og vöruhönnun á svæðinu skoðuð. Sýning verður á verkum nemenda í lok áfangans.
    SJÓN1TE05 eða SJÓN2LF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hinum ólíku aðferðum og tæknivinnu í textílhönnun
    • mismunandi munsturgerð fyrir ólíkar textílgreinar
    • mikilvægi gæðavitundar og efnisvitundar í textílhönnun
    • muninum á öpun og sköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta aðferðir, form, liti, munstur og hráefni til eigin hugmyndavinnu og listsköpunar
    • yfirfæra og umbreyta hugmyndum og innblæstri sínum í myndir, skúlptúr, fatnað og nytjahluti
    • vinna með mismunandi efni og aðferðir
    • vinna rannsóknar- og tilraunavinnu með efni, liti og form
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera skil á undirstöðuatriðum í vinnuferli minnst tveggja verkþátta textílgreina
    • skipuleggja vinnu sína og rökstutt val á hráefni og vinnuaðferðum
    • kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda