Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1383067139.0

    Fatahönnun II
    TEXT2FA05
    3
    textílhönnun
    fatahönnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Megináhersla í áfanganum er á hvernig sauma á yfirhöfn og að fóðra og sauma í teygjanleg efni. Aukin verður kunnátta nemandans í að vinna með snið fyrir dömu, herra og barnafatnað. Mikilvægt er að nemendur þroski með sér tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði. Lögð er áhersla á útfærslu eigin hugmynda út frá grunnsniðum og sniðútfærslum í minni skölum. Í tengslum við þessa vinnu þarf nemandinn að vinna skissuvinnu í formi teikninga og eða í tölvu. Nemandi verður þjálfaður í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum auk þess að nýta sér tölvutækni við hugmyndavinnu og upplýsingaöflun. Lögð er áhersla á að nemandinn geti rökstutt forsendur fyrir hönnun sinni út frá sniði, efnis- og litavali. Nemendur læra mikilvæga grunnvinnu sem er fólgin í að sauma prufuflíkur, máta á gínu og gera sniðbreytingar. Farið verður í vettvangsferðir og á fyrirlestra tengda námsefninu. Nemandi tekur þátt í sýningu verkefna í lok áfangans.
    TEXT1FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leiðbeiningatextum og skýringarmyndum
    • orðaforða greinarinnar
    • mikilvægi vandvirkni og skipulags við saumaskap
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt
    • skrá hugmyndir sínar í formi skissuvinnu og tískuteiknunar í hugmyndabækur og geta nýtt tölvu í því sambandi
    • endurmeta hugmynd sína og framkvæmd verksins á mimunandi stigum með t.d. prufugerð og tilraunum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sníða flíkur og sauma á mismunandi saumavélar
    • nýta grunnsnið til að útfæra flík út frá eigin hugmynd
    • rökstyðja forsendur fyrir hönnun sinni út frá snið-, efnis- og litavali
    • sauma fóðraða flík og kunni skil á mismun aðferða við að sauma í teygjanleg efni