Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1385559473.25

    Undirbúningur fyrir háskólanám
    ENSK4UH05
    1
    enska
    Undirbúningur fyrir háskólanám
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Megin áhersla er lögð á það að vinna áfram með lestur mismunandi texta, þjálfa ritun og vinna að rannsóknum auk þess að lesa fræðirit á akademískum grunni. Nemendur læra að tjá sig með fjölbreyttari hætti um skoðanir sínar til undirbúnings háskólanámi. Í áfanganum er byggt ofan á þann grunn sem lagður var á þriðja þrepi. Lögð er áhersla á að nemendur ráði við flóknari og fjölbreyttari texta og að þeir auki við orðaforða sinn. Nemendur eru þjálfaðir í málfræðiatriðum sem auka hæfni til að tjá sig í ræðu og riti um líðandi stund og liðna tíð. Þeir læra að tjá skoðanir sínar á markvissari hátt og nota til þess rökstuðning og fræðilegar áherslur. Þannig eykst innsýn í málnotkun í fræðitextum og bókmenntum.
    10 einingar í ensku á 3. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða tengdum fræðigreinum og bókmenntun
    • flóknari atriðum setningafræði
    • mismunandi textum og samanburði á þeim
    • mismunandi uppbyggingu og efnistökum í texta eftir því hvaða tilgangi hann á að þjóna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig um mismunandi texta
    • spyrja markvissra spurninga sem tengjast akademískum enskum fræðum
    • tjá sig í ræðu og riti um viðfangsefni áfangans og færa rök fyrir máli sinu
    • skilja innihald flókinna fræðilegra texta og fjalla um þá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ráða við kringumstæður sem tengjast efni áfangans
    • skiptast á skoðunum varðandi mismunandi texta
    • setja fram rökstuddar ályktanir út frá fræðilegum texta í ræðu og riti
    • þróa með sér aga og metnað til að auka þekkingu og getu í enskum textum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.