Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1389867150.28

    Íslenska 1B04
    ÍSLE1AM01
    37
    íslenska
    almenn málnotkun, bókmenntir, ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    MB
    Í áfanganum er lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir frekara nám í íslensku á framhaldsskólastigi. Nemendur þjálfast í lestri fjölbreyttra texta og munnlegri og skriflegri umfjöllun um þá. Unnið er með undirstöðuatriði í málfræði og stafsetningu og farið yfir grunnhugtök í bókmenntafræði. Nemendur rita fjölbreytta texta og læra að nýta sér ýmis konar hjálpargögn á borð við handbækur, orðabækur og leiðréttingarforrit. Í áfanganum þjálfast nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt því að þeir fá tækifæri til að vinna með öðrum.
    ÍSL1A04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í ritgerðarsmíð.
    • orðaforða umfram það sem algengt er í talmáli.
    • nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að skrifa ýmsar tegundir texta í samfelldu máli þar sem framsetningin er skýr og skipulögð.
    • nota leiðréttingaforrit og til að lagfæra eigin texta.
    • beita blæbrigðaríku málsniði í tal- og ritmáli.
    • lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari.
    • beita einföldum blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar.
    • túlka og meta atburðarrás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla lögð á vandaða endurgjöf sem vísar nemendum veginn. Engin skrifleg lokapróf.