Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1393425832.17

    Stjörnulíffræði
    LÍFF3ST04
    6
    líffræði
    Stjörnulífffræði
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Í þessum valáfanga í stjörnulíffræði munu nemendur kynna sér jaðarlífverur á jörðinni, þ.e. þær lífverur sem lifa við aðstæður sem eru á mörkum þess lífvænlega. Jafnframt kynna þeir sér aðstæður á öðrum reikistjörnum sólkerfisins og tunglum þeirra til að leggja mat á hvort líf, eins og við þekkjum það, geti þrifist þar. Unnið verður með Drake jöfnuna og þversögn Fermis og röksemdir fyrir að líf á jörðinni eigi uppruna sinn utan hennar verða kannaðar. Jafnframt verða hugmyndir manna um geimverur skoðaðar, í vísindum, bókmenntum, kvikmyndum og sjónvarpsefni.
    Líff1GF04 eða Líff2GR05 og EFNA 1FH03 eða Efna2AM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skilgreiningu á lífi og hvað getur talist lífvera
    • þekktum mörkum lífs á jörðinni m.t.t. umhverfisaðstæðna
    • almennum umhverfisskilyrðum á reikistjörnum sólkerfisins og tunglum þess
    • stærðum í alheiminum í tíma og rúmi
    • helstu aðferðum til að greina umhverfisaðstæður á fjarlægum reikistjörnum
    • jöfnu Drakes og þversögn Fermis
    • helstu tilgátum um uppruna lífs á jörðinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rata um sólkerfið okkar og þekkja helstu kennileiti á himninum
    • lesa og nýta fræðigreinar á sviði líffræði og stjörnufræði
    • meta vegalengdir innan sólkerfisins, vetrarbrautar okkar og milli vetrarbrauta
    • greina og gagnrýna almenna umfjöllun um stjörnufræði og líffræði
    • safna upplýsingum, vinna úr þeim og miðla til annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka skilning á almennri umfjöllun á sviði stjörnufræði og líffræði
    • taka rökstudda afstöðu til dægurmála er tengjast sem flestum sviðum stjörnufræði og líffræði
    • miðla sérhæfðri þekkingu á sviði vísinda á einfaldan og auðskilinn hátt
    • afla sér frekari þekkingar á sviði stjörnulíffræði
    • gera sér grein fyrir samspili stjörnufræði og annarra náttúrufræðigreina.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggist námsmatið á verkefnaskilum, nemendafyrirlestrum og þátttöku í umræðum.