Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1393437077.62

    Erlend samskipti - Sikiley
    ERLE2SI05
    3
    erlend samskipti
    Erlend samskipti - Sikiley
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er samstarfsverkefni Kvennaskólans í Reykjavík og Liceo Classico Garibaldi Palermo sem styrkt er af Erasmusplus áætluninni. Um er að ræða nemendaskiptaverkefni þessara tveggja skóla. Það þýðir að í tengslum við námið verður farið til Sikileyjar og dvalið þar í nokkra daga (7-10) og að ítalskir nemendur frá Sikiley koma til Íslands í jafn langan tíma. Verkefnið gengur út á samskipti, menningu og líf eyþjóða sem búa á eldfjallaeyjum. Samskiptamál er enska. Gert er ráð fyrir að íslensku nemendurnir læri nokkur orð í ítölsku og kenni samstarfsnemendum frá Sikiley örlítið í íslensku. Í áfanganum bera nemendur saman aðstæður þessara tveggja landa hvað varðar náttúru, samfélag og menningu. Unnin eru hópverkefni þar sem þemu og umfjöllunarefni eru tengd þessum þáttum. Auk þess kynnast nemendur af eigin raun hluta af menningu og náttúru landanna tveggja og þeirri skólamenningu sem einkennir hvort land fyrir sig. Nemendur lesa sér til, undirbúa og vinna verkefni áður en farið er til Sikileyjar. Einnig vinna þeir verkefni í gegnum netið og í blönduðum hópum með ítölsku nemendunum fyrir, í og eftir ferðina. Í ferðinni til Sikileyjar gista nemendur á heimilum ítölsku nemendanna. Sikileyingar gera slíkt hið sama þegar þeir koma til Íslands og gista á heimilum íslensku þátttakendanna. Á Sikiley sækja íslensku nemendurnir skóla með Ítölunum en einnig verður farið í styttri og lengri skoðunarferðir. Farið verður í vettvangsferðir þar sem skoðuð eru náttúrufyrirbæri og merkir staðir til að safna gögnum. Hið sama gildir þegar Sikileyingarnir koma til Íslands og þá munu íslensku nemendurnir undirbúa og sjá um móttökuna. Nemendur skila skriflega skýrslum og verkefnum auk þess sem tímasókn er í hverri viku. Til að standast áfangann verða nemendur að taka að fullu þátt í öllum liðum verkefnisins.Verkefnaskil eru í lok hvorrar heimsóknar þar sem nemendur gera munnlega grein fyrir niðurstöðum hópavinnu. Einnig leggja þeir fram fullfrágengnar skýrslur um verkefnavinnuna.
    Nám á 1. ári, þ.e. allir áfangar á öllum brautum, er undanfari þessa áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • náttúrufari á Íslandi og Sikiley
    • flekakenningunni og aðstæðum við ólíkar gerðir flekamarka
    • eldvirkni við mismunandi aðstæður
    • mikilvægi staðsetningar og landfræðilegra aðstæðna á þróun samfélags
    • einkennum samfélaga sem búa í skugga eldvirkni
    • einkennum eyjasamfélaga
    • ítalskri menningu og byggingalist
    • sögu Sikileyjar og menningarstraumum sem hafa haft áhrif á hana
    • ítölsku tungumáli fyrir byrjendur
    • muninum á íslenska og ítalska skólakerfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja jarðfræðileg fyrirbæri og átta sig á ummerkjum eldvirkni á vettvangi
    • taka þátt í vettvangsferðum, gagnasöfnun og úrvinnslu
    • vinna með fólki af öðru þjóðerni með ensku sem samskiptamál
    • eiga í hversdagslegum samskiptum við fólk af öðru þjóðerni
    • afla sér á margvíslegan hátt upplýsinga um annað land, þjóð þess og aðstæður
    • kynna sér menningu og samfélag annars eylands
    • kynna eigið land og þjóð fyrir fólki af öðru þjóðerni
    • setja fram upplýsingar á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • draga ályktanir af vettvangsvinnu og heimildavinnu
    • greina og bera saman eldvirkni og jarðfræðileg fyrirbæri við ólík flekamörk
    • koma þekkingu sinni á framandi aðstæðum á framfæri á skiljanlegan hátt
    • geta borið saman ólík samfélög og þjóðir
    • vera opnari fyrir ólíkri menningu og áhrifum náttúrufars á þróun samfélaga
    • nýta kunnáttu sína í ensku í umræðum, vinnu með öðrum og kynningum
    • ferðast til annarra landa og njóta þeirrar upplifunar, bæði sem einstaklingur og hluti af hóp.