Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1399649698.51

    Hagnýt og almenn stærðfræði daglegs lífs fyrir stuttar starfsnámsbrautir
    STÆR1HA05(A)
    24
    stærðfræði
    hagnýt stærðfræði daglegs lífs
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    B
    Í áfanganum tileinka nemendur sér helstu undirstöðuþætti almennrar stærðfræði og öðlast um leið sjálfstraust og hugrekki til að glíma við margvísleg reikningsdæmi. Helstu þættir hagnýtrar stærðfræði eru í brennidepli, s.s. samlagning, frádráttur, margföldun og deiling, brot, verðútreikningar, prósentur o.fl.
    Engar. Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið tilskildum árangri á grunnskólaprófi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • *Einföldum aðgerðum í stærðfræði s.s. samlagningu, margföldun, deilingu, hlutföllum og einföldum prósentureikningi
    • *Framsetningu upplýsinga á myndrænan og lýsandi hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • *Nýta stærðfræði í daglegu lífi s.s. við útreikning á afslætti og hlutföll í matargerð
    • *Nota vasareikni
    • *Reikna í huganum
    • *Lesa upplýsingar út úr einföldum myndum og gröfum
    • vinna markvisst að þrautalausnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • -Skrá lausnir sínar snyrtilega og skipulega
    • -Geta metið hvaða aðgerðir í stærðfræði henta við ólík úrlausnarefni í daglegu lífi
    • -Geti nýtt kunnáttu sína til að skilja og meta upplýsingar sem settar eru fram á myndrænan hátt
    Námsmatið felst í símati jafnt og þétt yfir önnina. Allir nemendur byrja með einkunnuna 10 og reyna að halda því með að skila öllu, reikna af kappi og taka virkan þátt í verkefnum. Reiknað er í kennslustundum og safnað saman í vinnubók sem kennari fer yfir og metur. Nokkur stór verkefni unnin, ýmist einstaklingslega eða í hópi. Frammistaða á nokkrum stuttum prófum fléttast einnig inn í námsmatið.