Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400510441.03

    Stærðfræðigrunnur 1
    STÆR1GR05
    31
    stærðfræði
    grunnáfangi í stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur fást við útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem notuð eru í daglegu lífi. Þeir læra að nota táknmál stærðfræðinnar, s.s. tölur og talnafræði, reikniaðgerðir, hlutföll, prósentur og tölfræði og geti notað töflureikna. Nemandi skal öðlast hæfni í almennum aðferðum og verklagi stærðfræðinnar, þ.e. meðferð talna og tölulegra gagna, skilja stærðfræðilegan texta, geta notað skipulagðar aðferðir við leit að lausnum, ná valdi á einföldum röksemdafærslum, geta notað tölvur og reiknivélar við lausn dæma. Nemandi skal öðlast skilning á hugtakinu fjármálalæsi og geta greint valkosti í fjármálum.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hafa aflað sér almennrar þekkingar á talnakerfinu, reikniaðgerðum, hlutföllum, prósentum og tölfræði gegnum áhorf, lestur, hlustun, umræðu eða önnur samskipti.
    • geta greint almenna þekkingu sína í stærðfræði þannig að hann beiti viðeigandi aðferðum við lausnir.
    • geta miðlað almennri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum, skriflega, munnlega eða verklega.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita aðgerðum á heilar tölur, nota víxlreglu, tengireglu og dreifireglu í talnareikningi og vinna með brot, prósentuhlutföll og vaxtareikning.
    • ræða stærðfræðileg verkefni við aðra, vinna með þeim að lausn þeirra og gera skriflega, munnlega og/eða myndræna grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum.
    • tengja saman almenn stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni og greina og hagnýta upplýsingar sem birtast í fjölmiðlum þar sem stærðfræði kemur við sögu hvort sem það er skrifað, talað, myndrænt eða stafrænt.
    • beita reiknivél af öryggi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast á við stærðfræðileg verkefni sem upp koma í daglegu lífi og nota stærðfræði við margs konar störf í þjóðfélaginu. Metið með verkefnum í ferilmöppu og prófum.
    • sýna fram á almenna siðferðisvitund, umburðarlyndi og að hann átti sig á megineinkennum stærðfræðinnar til að efla og öðlast trú og skilning á eigin getu. Metið með hópverkefnum.
    • setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi og án fordóma.
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar í mæltu máli, rituðu, myndrænt eða í töflum sem metið er með verkefnum og prófum.
    • beita skipulegum aðferðum við leit lausna og meta hvort lausnir eru réttar/áreiðanlegar sem metið er með prófum og verkefnum.
    • miðla upplýsingum skriflega, munnlega, myndrænt eða með hjálp upplýsinga-tækninnar sem metið er í verkefnavinnu.
    Annars vegar er nám og námsþættir metið sem ferli og hins vegar sem afurð. Nemandinn sjálfur og verk hans eru metin á meðan á náminu stendur en einnig afraksturinn og verkin sem hann skilar frá sér í náminu. Hér er um að ræða próf og einstaklings- og hópverkefni. Mikil áhersla er lögð á vinnusemi og verkefnavinnu í ferilmöppu nemandans. Fjölbtreytilegar námsmatsaðferðir sem byggjast m.a. á gátlistum (checklist), marklistum (rating scale) og einfaldri og víðtækri viðmiðunartöflu (rubric). Við úrlausn á prófverkefnum eru leyfð hjálpargögn.