Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1402059887.57

    Uppeldisfræði
    UPPE3UM05
    2
    uppeldisfræði
    uppeldis- og menntunarfræði - inngangur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um ólíkar fjölskyldugerðir og mismunandi fjölskylduaðstæður sem hafa áhrif á uppeldi barna. Einnig er fjallað um mismunandi hugmyndafræði sem uppeldi byggist á. Fjallað er um hlutverk og markmið ýmissa uppeldis- og menntastofnana á Íslandi og lagaleg réttindi barna. Skoðaðar verða valdar rannsóknir um uppeldisaðferðir og áhrif þeirra á einstaklinginn og mótun hans. Sérstaka umfjöllun fá eftirfarandi áhrifaþættir í lífi barna: fíkn og forvarnir, viðbrögð við áföllum, s.s. sorg, skilnaði, einelti og ofbeldi. Nemendur vinna ýmis verkefni með það að markmiði að tengja saman fag og fræði til að skilja og skilgreina mismunandi hugmyndir um uppeldi barna og unglinga í nútímasamfélagi.
    UPP103
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að tengsl eru milli viðhorfa og gildandi uppeldisaðferða.
    • framsetningu rannsókna á fræðasviðinu.
    • helstu atriðum varðandi lagaleg réttindi barna og þeim stofnunum sem gæta réttar barna til 18 ára aldurs.
    • ólíkum fjölskylduaðstæðum barna og áhrifum breytts tíðaranda í samfélaginu.
    • viðbrögðum og úrvinnslu áfalla og vanda sem börn og unglingar geta lent í.
    • vímuefnavanda ungmenna og fjölbreyttum forvörnum.
    • þeim þáttum sem stuðla að góðum samskiptum við börn og unglinga.
    • hvernig efla má færni við að aðstoða og leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með viðhorf og greina tengsl á milli gildandi uppeldisaðferða og viðhorfa til uppeldisaðferða í nútímanum.
    • lesa rannsóknir á fræðasviðinu.
    • greina réttindi barna í lögum.
    • afla upplýsinga um hvaða stofnanir gæta réttar barna til 18 ára aldurs.
    • greina ólíkar fjölskylduaðstæður barna og tengja þær áhrifum af breyttum tíðaranda í samfélaginu.
    • velja viðbrögð við og úrvinnslu áfalla og vanda sem börn og unglingar geta lent í.
    • greina tegundir samskipta og stuðla að góðum samskiptum við börn og unglinga.
    • aðstoða og leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með viðhorf og greina tengsl á milli gildandi uppeldisaðferða og viðhorfa í samfélaginu. Metið með úrlausnum dæmaverkefna.
    • lesa og skilja rannsóknir á fræðasviðinu. Metið með umræðum í málstofum og jafningjamati.
    • greina réttindi barna í lögum og gera grein fyrir því í verkefnum.
    • leita upplýsinga um hvaða stofnanir gæta réttar barna til 18 ára aldurs. Metið með verkefnum um lausnaleit í gefnum dæmum.
    • greina ólíkar fjölskylduaðstæður barna og tengja þær áhrifum af breyttum tíðaranda í samfélaginu. Verkefni unnin út frá rannsóknum og kynnt í málstofu.
    • velja viðbrögð og huga að úrvinnslu áfalla og vanda sem börn og unglingar geta lent í. Metið með verkefnum og prófum.
    • skipuleggja og rökstyðja aðferðafræði við forvarnir vegna fíknar barna og ungmenna.
    • greina tegundir samskipta og stuðla að góðum samskiptum við börn og unglinga og samstarfsfólk. Hæfni metin með jafningjamati og verkefnalausnum.
    Námsmat er fjölbreytt og byggist á einstaklings- og hópverkefnum, leiðsagnamat, jafningjamati, heimildaritgerðum, málstofum og prófum. Veigamikill þáttur í námsmati er virk lausnarmiðuð umræða byggð á rökum og rannsóknum.