Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1408450316.56

    Dægurmenning á Íslandi á 20. öld
    SAGA3DÆ05
    10
    saga
    saga dægurmenningar á íslandi á 20. öld
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Dægurmenningu þekkja allir og hún hefur haft mikil áhrif á samfélagið sem við búum í. Í áfanganum er farið yfir helstu atriði íslenskrar dægurmenningar frá upphafi 20. aldar fram að okkar dögum. Einblínt verður á tónlist, kvikmyndir, útvarp, sjónvarp og skemmtanalíf. Auk þess verður tengt við þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem Ísland gekk í gegnum á öldinni. Áfanganum verður skipt upp í fjögur tímabil, sem markast af þeim miklu breytingum sem einkennir hvert þeirra. Megináhersla er lögð á að nemendur lesi alls kyns efni sem viðkemur dægurmenningu en auk þess verður notast við hljóð, myndir, myndbönd o.fl. Verkefnavinna nemenda verður af ýmsum toga, meðal annars umræður þar sem nemendur ræða námsefnið og greina. Einnig verða fjölbreytt verkefni unnin í kennslustundum þar sem kafað verður dýpra ofan í ýmsa þætti lesefnisins. Meginverkefni áfangans verður í gangi í gegnum áfangann og eftir hvert tímabil verður svokallað áfangaverkefni sem verður liður í stóru afurðinni í lokin. Í þessu verkefni afla nemendur sér upplýsinga um hvert tímabil áfangans og búa til umfjöllun um það. Í flestum tilvikum verður lögð áhersla á að nemendur taki t.d. viðtöl við fólk í kringum sig og afli sér fjölbreyttra heimilda til að nýta í verkefnið. Í lokin setja nemendur síðan öll áfangaverkefnin saman í eitt stórt verkefni, t.d. heimildamynd.
    SAGA2FR5 / SAGA2OL5
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum íslenskrar dægurmenningar á 20. öldinni
    • tengslum dægurmenningar við breytingar á samfélaginu
    • áhrifum dægurmenningar á líf fólks á ólíkum tímum
    • þróun dægurmenningar á Íslandi á 20. öld
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota frumheimildir og eftirheimildir í verkefnavinnu
    • afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
    • afla sér persónulegra heimilda til að nýta í verkefnavinnu, t.d. viðtöl
    • beita gagnrýninni hugsun
    • nýta viðurkenndar heimildir til að miðla skoðun sinni á fjölbreyttan hátt
    • taka þátt í umræðum um söguleg efni tengd eigin samfélagi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tjáð skoðanir sínar á rökstuddan hátt í ræðu og riti
    • geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
    • geta myndað sér skoðun á þeim breytingum sem hafa orðið á íslensku samfélagi á 20. öldinni
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu
    • geta sett fram fræðilegt verkefni byggt á sjálfstæðri heimildavinnu, t.d. með heimildamynd
    • geta sett fram efni með verklagi sagnfræðinnar á viðurkenndan hátt.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.