Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1410472170.17

    Tónlist með áherslu á Ísland
    LSTR1ÞT03
    15
    listir
    Þjóðlög og íslensk tónlist
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Kynnt verða þau hljóðfæri sem til staðar voru fyrr á öldum, ásamt rímnahefð og þjóðlögum. Einnig verða kynntar ýmsar revíur, hljómsveitagerðir og einleikarar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtakinu þjóðlög
    • Hugtakinu revía
    • Hugtakinu einleikari
    • Ýmsum formum tónlistar frá fyrri tímum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Að þekkja rímur
    • Að þekkja íslenskt þjóðlag
    • Að geta nefnt íslenska revíu
    • Að geta tengt tónverk við höfund
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina áhugasvið sín varðandi eldri íslenska tónlist
    • Geta tjáð öðrum áhugasvið sín varðandi eldri íslenska tónlist
    • Geta hlustað fordómalaust á ýmis tóndæmi
    • Taka þátt í umræðum, mynda og segja skoðun sína á þeim
    Námsmatið getur verið fjölbreytt og einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil.