Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1413212644.83

    Heilbrigðisfræði
    HBFR1HE05
    None
    heilbrigðisfræði
    heilbrigðisfræði
    for inspection
    1
    5
    VS
    Í áfanganum er heilbrigðishugtakið skilgreint. Lögð er áhersla á hlutverk og sögulega þróun heilbrigðisfræði og áhrif hennar á nútíma heilbrigðismál. Fjallað er um helstu heilbrigðisvandamál í nútíma samfélagi og forvarnir gegn þeim. Áhersla er lögð á forvarnarstarf gegn sjúkdómum og slysum, áhættuþætti sem þeim tengjast og hvernig einstaklingar geta haft áhrif á eigið heilbrigði. Fjallað er um skipulag heilbrigðisþjónustunnar og helstu stofnanir, sem móta stefnu í forvörnum, heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu. Einnig er fjallað um smitsjúkdómavarnir, kynsjúkdómavarnir, tóbaksvarnir, áfengis- og vímuefnavarnir, geðvernd, beinvernd og mæðra- og ungbarnavernd.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu heilbrigðisfræðinnar og helstu hugtökum og rannsóknaraðferðum
    • eigin heilsu og þekki hvaða leiðir eigi að fara til að auka eigið heilbrigði
    • forvörnum og leiðum til að bæta heilbrigðisástand og efla heilbrigðisvitund
    • mismunandi heilbrigðis og félagslegum aðstæðum einstaklinga, viðhorfum og gildismati
    • helstu vímuefnum í umferð og áhrifum þeirra á heilbrigðisástand einstaklinga
    • helstu flokkum örvera, smitleiðum sýkla og vörnum gegn sýkingum
    • algengum sjúkdómum í nútíma samfélagi, orsökum þeirra og forvörnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota og skilja þann orðaforða sem tilheyrir heilbrigðisfræði
    • efla og auka eigið heilbrigði
    • greina mismunandi aðstæður einstaklinga og skilja ólík viðhorf og gildismat
    • þekkja algengustu sjúkdóma , orsakir, helstu smitleiðir og varnir gegn þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa áhrif á eigið heilbrigði og auka skilning og víðsýni á stöðu annarra í samfélaginu
    • nýta kunnáttu sína til að lifa heilbrigðu lífi og forðast aðstæður sem geta haft skaðlega áhrif
    Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.