Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1413214992.86

    Íslenska, grunnstoðir 2
    ÍSLE1MB05(SS)
    34
    íslenska
    bókmenntir og ritun, málnotkun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    SS
    Í áfanganum er farið yfir helstu stafsetnignarreglur og muninn á töluðu og rituðu máli. Auk þess sem áhersla er lögð á tjáningu í ræðu og riti.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stafsetningarreglum
    • muninum á töluðu og rituðu máli
    • grunnhugtökum í ritun og bókmenntum
    • ólíkum tegundum texta og mikilvægi þess að geta tjáð sig á markvissan og fjölbreyttan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • notkun leiðréttingarforrita og annarra hjálpargagna
    • að afla sér upplýsinga úr heimildum og nýta þær á viðurkenndan hátt
    • að draga saman aðalatriði úr textum og öðru efni, t.d. kvikmyndum
    • að taka saman og flytja stuttar endursagnir á afmörkuðu efni
    • að lesa og vinna með skáldskap
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa stutta texta
    • nýta sér orðasöfn og nauðsynleg hugtök við námið
    • flytja munnleg erindi og taka þátt í samræðum
    • rökstyðja mál sitt málefnalega bæði munnlega og skriflega
    • beita mismunandi blæbrigðum í meðferð tungumálsins
    Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.