Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1415805740.92

    Næringarfræði
    NÆRI1NF05
    2
    næringarfræði
    næringarfræði
    for inspection
    1
    5
    AN
    Í áfanganum er fjallað um næringarefnin, hlutverk þeirra, skortseinkenni og ráðlagða dagskammta. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni eru kynntar og nemendum kennt að setja saman matseðla og dagsfæði samkvæmt þeim. Nemendur læra að notfæra sér næringarefnatöflur/næringarfræðiforrit og reikna út næringargildi matseðla. Fjallað er um flokkun fæðutegunda og næringargildi þeirra, áhrif matreiðslu á næringargildi og uppbyggingu máltíða. Fjallað er um næringarþarfir mismunandi hópa. Gerð er grein fyrir gildandi lögum og reglugerðum um notkun aukefna í matvælum og vörumerkingum matvæla.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu næringarefnum í matnum og vita hvar þau er að finna.
    • ráðleggingum Lýheilsustofnunnar um næringu
    • lög og reglum um aukaefni og vörumerkingum matvæla
    • innihaldslýsingum á umbúðum utan um neysluvörur
    • næringarþörfum sérstakra hópa
    • næringarfræðiforritum/næringartöflum til að reikna út næringargildi einstakra fæðutegunda og fæðisins í heild
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa næringargildi einstaka matarteguna
    • lesa og nýta sér upplýsingar á matarumbúðum
    • nota næringarforrit
    • reikna út næringargildi matvæla eftir næringartöflum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja sér fæðu samkvæmt ráðleggingum Lýheilsustofnunnar
    • reikna út næringargildi máltíða og dagsfæðis
    • setja saman hollan dagsmatseðil
    • lesa innihaldslýsingar á umbúðum utan um neysluvörur
    • vera fær um að nota næringarfræðiforrit til að reikna út næringargildi einstakra máltíða
    Lögð verður áhersla á fjölbreytt námsmat. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum og/eða heima.