Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1418303777.51

    Líffræði, erfðafræði
    LÍFF2EF05
    15
    líffræði
    erfðafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn tekur að langmestu leyti á erfðafræði mannsins. Erfðafræði, erfðatækni, arfgengir sjúkdómar og sjúkdómar af völdum litningagalla, örverur, fósturþroskun og þróunarfræði eru til umfjöllunar. Kennslan fer fram með innlögn í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem nemendur vinna sem einstaklingar eða í hópum. Verklegar æfingar og skýrslur eru einnig hluti kennslunnar.
    LIFF2LE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • grunnlögmálum, ferlum og eiginleikum frumuskiptinga og erfða
    • • stigum fósturþroskans
    • • erfðamengi mannsins, afritun og prótinmyndun
    • • erfðatækni og rannsóknaraðferðum
    • • grundvallarlögmálum þróunar
    • • örverum og príonum
    • • hvernig nýta má örverur í rannsóknum í erfðafræði
    • • orðaforða erfðafræðinnar á ensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • greina á milli meiósu og mitósu
    • • lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • • rekja einfaldar erfðir
    • • segja fyrir um líkur á erfðum tengdra og ótengdra eiginleika
    • • tengja saman basaröð í DNA og amínósýrusamsetningu próteina
    • • fjalla um siðferðileg álitamál erfðatækninnar
    • • öflun frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt ásamt beitingu ýmiss konar rannsóknartækja við verklegar æfingar til að dýpka skilning sinn á námsefninu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • auka skilning sinn á erfðafræðilegum viðfangsefnum
    • • taka rökstudda afstöðu til erfðafræðilegra dægurmála
    • • vinna saman í hópum og miðla niðurstöðum á gagnrýninn hátt í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða með töflum
    • • tengja saman efnisþætti við úrlausn verkefna með tilvísun í heimildir og draga ályktanir
    • • tengja undirstöðuþekkingu í erfðafræði við daglegt líf og átta sig á notagildi hennar
    Lokapróf og vinnueinkunn sem er samsett úr verkefnavinnu (einstaklings og hópa), verklegum æfingum og tveimur hlutaprófum.