Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421757825.08

    Lestur og ritun
    ÍSLE2LR05(SB)
    47
    íslenska
    lestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Áfanginn byggist upp á lestri ólíkra texta og ýmiskonar ritun. Mikil áhersla verður lögð á að nemendur lesi texta sér til ánægju og stuðli þannig að aukinni lestrarfærni og túlkun. Í áfanganum verða nemendur þjálfaðir í ólíkum gerðum ritsmíða bæði skapandi skrifum og nytjatextum. Nemendur munu læra helstu hugtök bókmenntafræðinnar og hvernig á að beita þeim. Þá munu nemendur styrkja eigin málfærni með því að flytja endursagnir og kynningar
    Nemandi hafi lokið íslensku úr grunnskóla með lágmarkseinkunn 8 eða hafi lokið undirbúningsáfanga á fyrsta hæfniþrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta og grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • mikilvægi lesturs og lesskilnings almennt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og ánægju ýmiskonar texta og geta fjallað um inntak þeirra
    • semja mismunandi texta þar sem gagnrýninni og skapandi hugsun er beitt
    • nota viðeigandi hjálpargögn við ritun texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja eigin málfærni með því að nýta upplýsingar úr handbókum
    • taka þátt í málefnalegum umræðum
    • lesa mismunandi texta sér til ánægju
    • skrifa skapandi texta
    Notast verður við fjölbreyttar námsmatsaðferðir en í því felst m.a. að nemendur athugi ýmsa þætti efnisins, haldi fyrirlestra og taki þátt í umræðum í sambandi við þá, taki ýmis smápróf og leysi ýmiskonar verkefni. Gera má viðveru og virka þátttöku að skilyrði til að standast áfangann