Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422625142.1

    Fjarvídd og umhverfisteikning
    TEIK2FJ05
    5
    teikning
    fjarvídd, umhverfisteikning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur að nýta sér eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd við túlkun flókinna rýmishugmynda. Í upphafi læra nemendur forsendur samsíða fjarvíddar, ísómetríu og hvernig hægt er að gera myndir af umhverfinu með þeirri tækni. Síðan einbeita þeir sér að raunsærri fjarvídd, læra frumforsendur hennar og þjálfa kunnáttu sína á þessu sviði með því að vinna myndir sem byggjast á þeim. Áhersla er lögð á fríhendisteikningu og teiknaðir verða manngerðir hlutir í umhverfinu, byggingar og náttúruform. Hugað verður að mælingum og hlutföllum, stefnum og staðsetningu hluta í rými. Unnið með gagnsæishugsun og formgreiningu, mótun og efnisáferð með blæbrigðaríkri skyggingu. Farið er í vettvangsferðir og teiknuð mismunandi rými og kringumstæður. Tveir þættir vega því þyngst í vinnu áfangans: annars vegar ferlið sköpun, túlkun og tjáning og hins vegar ferlið skynjun, greining og mat þar sem nemendur greina eigin verk, verk samnemenda og teikningar listateiknara, arkitekta og myndlistarmanna með tilliti til aðferða og forsendna teikningarinnar og tilgangs listamannanna með því að nýta kerfi fjarvíddarteikningar. Teiknaðir eru fjölbreyttar fyrirmyndir hluta þar sem form, yfirborð, áferð og litbrigði krefjast nákvæmrar skoðunar og ólíkrar nálgunar. Lögð áhersla á að nemandi nái að greina styrk sinn í teikningunni, þrói með sér persónuleg og sjálfstæð vinnubrögð.
    SJÓN1TE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi aðferðum við teikningu í samsíða teikninga (isometriu)
    • að teikna hluti í réttum hlutföllum í fjarvídd með einum hvarfpunkti
    • að teikna hluti í réttum hlutföllum í fjarvídd með tveimur hvarfpunktum
    • að teikna hluti í fjarvídd með þremur hvarfpunktum
    • skyggingu fjarvíddarmynda út frá ákveðnu ljóshorni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér línuna á blæbrigðarríkan hátt til túlkunar í fríhendisteikningu
    • nýta sér blýant og reglustikur við að teikna á nákvæman og lýsandi hátt í fjarvídd
    • notfæra sér mismunandi hörku blýanta til að skapa áherslumun í línuteikningum
    • teikna réttan skugga út frá ákveðinni afstöðu ljósgjafa í ísómetríuteikningu
    • nýta sér eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd við túlkun mismunandi fjarvíddarteikninga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina áherslur og stílbrigði merkingar í fjarvíddarnotkun þekktra listamanna og hönnuða
    • sýna fram á að hann sé fær um að þróa myndhugmyndir sínar, innan þröngra marka fjarvíddar, áfram á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
    • kynna niðurstöður sínar og hugmyndir á fjölbreyttan hátt
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.