Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423063827.44

    Félagsfræði, Inngangur og samfélag
    FÉLA2IS05
    20
    félagsfræði
    Inngangur og samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru félagsfræði og félagsvísindi kynnt. Fjallað er um samfélagið og þróun þess, sem og helstu þætti, svo sem atvinnulíf, fjölskyldu, menningu og menntun og kynnt hvernig þetta allt er skoðað út frá sjónarhorni félagsvísinda. Áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu. Verkefnin felast í skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis og hóp- og paraframsöguverkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • grunnhugtökum, viðfangsefnum, orðfæri og sérstöðu greinar
    • • sögulegum uppruna og þróun greinar
    • • samfélagslegum gildum og siðferði
    • • ólíkum öflum sem hafa áhrif á mótun einstaklings og samfélags
    • • inntaki og framkvæmd lýðræðis
    • • tengslum greinar við daglegan veruleika
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • greina einkenni og þróun einstaklinga, samfélaga og menningar
    • • tjá sig í ræðu og riti á skýran og skapandi hátt um viðfangsefni greinar
    • • afla upplýsinga og vinna með þær á hagnýtan og fjölbreyttan hátt
    • • greina á milli rökræðu og kappræðu
    • • skoða og meta ólíkt gildismat og viðhorf
    • • greina samhengi orsaka og afleiðinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • auðga og þroska samskiptahæfni sína
    • • tjá viðhorf sín á rökstuddan hátt
    • • setja sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum
    • • vega og meta efnisleg og siðferðileg verðmæti
    • • greina og draga ályktanir af efni fjölmiðla
    • • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína á skapandi hátt
    • • bera virðingu fyrir mannréttindum
    • • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
    • • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
    • • takast á við frekara nám í samfélagsgreinum
    Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn vegur jafn mikið og er að mestu gefin út frá mati á verkefnum, viðhorfum og virkni í námi.