Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424699659.54

    Leikhús, leiklist og leikbókmenntir
    ÍSLE3LH05
    121
    íslenska
    Leikhús, leiklist og leikbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur leikhúslífinu út frá sem flestum sjónarhornum til dæmis hve margir ólíkir hópar og aðilar koma að hverri leiksýningu og hve mörg og fjölbreytt leikhús eru starfandi. Höfuðáherslan er þó á leikrit og leiksýningar. Farið verður í helstu einkenni bókmenntagreinarinnar og lítillega fjallað um sögu íslenskrar leikritunar. Nemendur fara á 3 - 4 leiksýningar og undirbúa sig vel fyrir hverja leikhúsheimsókn til dæmis með lestri á verkinu og ýmsu öðru sem tengist því svo sem að fara á æfingu á verkinu. Til þess að kynnast innri starfsemi leikhússins verður farið í heimsókn í leikhús og leikhúsfólki boðið í heimsókn í skólann. Nemendur vinna ýmis verkefni og taka þátt í umræðum í tengslum við hverja sýningu. Í áfanganum er lögð áhersla á skapandi verkefni sem auka skilning nemenda á leikbókmenntum og leiklist.
    ÍSLE2MN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atriðum í sögu íslenskrar leikritunar
    • helstu einkennum bókmenntagreinarinnar
    • nokkrum íslenskum og erlendum leikverkum
    • hinum mörgu og ólíku þáttum sem finnast innan einnar leiksýningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða, meta og tjá sig um leikrit/leiklist/leiksýningar í skriflegum og munnlegum verkefnum
    • taka þátt í málefnalegum umræðum um hina ýmsu þætti leiklistar og leiksýninga
    • fara í leikhús og á leiksýningar með opnu og jákvæðu en gagnrýnu hugarfari
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka eigin hæfni til þess að meta og skoða leiklist
    • verða virkur í að njóta leiklistar í öllum sínum margbreytileika
    • auka lesskilning og hæfni til þess að greina texta og færni í beitingu móðurmálsins.