Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426081707.02

    Lesskilningur og málnotkun
    DANS2ST05
    43
    danska
    menning, skilningur, tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreytta texta, bæði fréttatengda þar sem þeir kynnast Danmörku dagsins í dag en einnig fræðilega og bókmenntalega texta svo nemendur kynnist þeim arfi sem menning þeirra hvílir á. Einnig er lögð áhersla á að kynna danska menningu í máli og myndum með kvikmyndum og sjónvarpsþáttum o.fl. Lögð er áhersla á að þjálfa og æfa málnotkun og danska málfræði.
    B í grunnskóla eða sambærilegur undirbúningur
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lestri mismunandi texta
    • dönsku tal- og ritmáli
    • danskri málfræði og málnotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál þar sem fjallað er um þekkt efni
    • tjá sig sæmilega á dönsku
    • skrifa samfelldan texta um þekkt efni eða áhugamál
    • beita grundvallaratriðum danskrar málfræði og málnotkunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa mismunandi texta sér til gagns og gamans, s.s dagblöð, tímarit og bókmenntir
    • eiga samskipti við Norðurlandabúa
    • kynnast betur danskri (norrænni) menningu og dönskum siðum
    • skrifa mismunandi texta í margs konar tilgangi
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.