Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426151076.5

    Enska 3 - Ritun, orðaforði, bókmenntir og menning
    ENSK3RO05
    70
    enska
    Ritun, bókmenntir, menning, orðaforði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Aðaláhersla lögð á fræðilegan orðaforða og notkun hans. Unnið mjög markvisst með ritað mál, uppsetningu, orðaforða og málfar. Fjallað um bókmenntir, stefnur og stíl. Einnig verður lögð áhersla á munnlega þjálfun.
    10 einingar á hæfniþrepi 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
    • bæði á fræðilegum og þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda
    • dýpri merkingu texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum og við mismunandi aðstæður
    • lesa margs konar texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
    • tjá sig skýrt, munnlega og skriflega um málefni sem hann hefur kynnt sér
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum á viðeigandi hátt
    • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt fyrir áheyrendum
    • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunaraðferðum sem við eiga
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.