Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426168544.52

    Prentmiðlun
    GRHÖ3PH05
    1
    Grafísk hönnun
    Prenthönnun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum vinna nemendur sjáfstætt að verkefnum á nokkrum ólíkum á sviðum prenthönnunar. Þeir skilgreina verkefni sín og gera vinnuáætlanir í samráði við kennara. Áhersla er lögð á sjálfstætt, meðvitað og gagnrýnið vinnuferli frá upphaflegri hugmynd til lokafrágangs. Við lok áfangans eiga nemendur að hafa ígrundað, þróað og öðlast þjálfun í framsetningu hugmynda og upplýsinga með aðferðum prentmiðlunar. Samhliða eigin verkefnavinnu og kynningu á henni ræða nemendur reglulega verkefni hver annars auk þess að kanna viðfangsefni fagmanna á þessu sviði.
    SJLI1TE05, SJLI1MH05, GRHÖ1GH05, GRHÖ2AU05, UHÖL2UM05, LJÓR2LM05 (SJL1A05, SJL1B05, GRA2A05, GRA2B05, UMB2A05, LJÓ2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum og gildi skipulegrar rannsóknar- og hugmyndavinnu við hönnun prentgripa.
    • notkun réttra forrita við vinnslu verkefna.
    • mikilvægi þess að leita í smiðju fagmanna á sviði grafískrar hönnunar.
    • frágangi prentgripa til prentunar í prentsmiðju.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér hugmynda- og skissuvinnu við lausn verkefna.
    • bera saman, vega og meta áhrif ólíkra lausna á sviði prenthönnunar.
    • nota hugkort og skissur við hugmyndavinnu.
    • afla sér viðeigandi tækniþekkingar á eigin spýtur við lausn verkefna.
    • raða saman texta og myndum á markvissan hátt.
    • ganga frá prentefni til prentunar í prentsmiðju.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa eigin hugmyndir á sviði prentmiðlunar. Námsmat: verkefnamat, jafningjamat.
    • sýna áræðni og hugkvæmni við lausn verkefna. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • rökstyðja, gagnrýna og greina eigin hugmyndir og annarra. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat.
    • vinna sjálfstætt að skipulagningu, úrvinnslu og frágangi prentefnis. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat.
    • kynna verk sín á skýran og faglegan hátt. Námsmat: frammistöðumat.
    Verkefnavinna, jafningjamat, frammistöðumat, sjálfsmat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).