Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426169909.0

    Ferilmappa og kynningar
    GRHÖ3HF05
    2
    Grafísk hönnun
    Hönnun ferilmöppu
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn byggir á að nemendur hafi grunnþekkingu í grafískri hönnun. Í áfanganum hanna nemendur ferilmöppu með eigin verkum til prentunar og útgáfu. Áhersla er á að þeir öðlist skilning á sérstöðu eigin verka og velji sér framsetningu við hæfi. Nemendur vinna að möppunni í samráði við kennara og kynna verkið reglulega fyrir samnemendum. Jafnframt halda nemendur við heimasíðunni sinni og bæta við verkum sem unnin eru á önninni. Áhersla er á að ferilmappan sýni hugmyndavinnu, vinnuferli og lokaverk. Jafnframt vinna nemendur að eigin heimasíðu og gera myndræna kynningu á sjálfum sér, t.d. með hreyfigrafík. Nemendur þurfa að fylgjast vel með því sem efst er á baugi í grafískri hönnun líðandi stundar. Heimsóknir á vinnustofur listamanna, sýningar og fyrirlestrar eru því mikilvægur þáttur í náminu.
    SJLI1TE05, SJLI1MH05, GRHÖ1GH05, GRHÖ2AU05, GRHÖ3PH05, LJÓR2LM05, VEFH1GR05 (SJL1A05, SJL1B05, GRA2A05, GRA2B05, GRA3A05, LJÓ2A05, VEF1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig nýta má þá sérhæfðu þekkingu sem hann hefur aflað sér til framsetningar á eigin verkum og kynningu á sjálfum sér.
    • þeim tækjum og hugbúnaði sem nauðsynlegur er við verkefnavinnu.
    • mikilvægi þess að fylgjast vel með því sem er að gerast í grafískri hönnun líðandi stundar.
    • eigin sérstöðu og einstaklingsstyrk.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja og vinna heildstæða kynningu á eigin verkum og á sjálfum sér sem byggir á sérhæfðri þekkingu í grafískri hönnun.
    • rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni.
    • gera grein fyrir inntaki verka sinna á skýran, skipulagðan og greinargóðan hátt.
    • afla sér nauðsynlegrar viðbótarþekkingar.
    • skoða og útskýra verk annarra af víðsýni og þekkingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt að skipulagningu, úrvinnslu og frágangi á ferilmöppu með eigin verkum til prentunar og útgáfu. Námsmat: leiðsagnarmat, jafninga- og verkefnamat.
    • vinna sjálfstætt myndrænu kynningarefni á sjálfum sér. Námsmat: leiðsagnarmat, jafninga- og verkefnamat.
    • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt. Námsmat: sjálfsmat og frammistöðumat.
    • greina, tjá sig um og meta verk annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi. Námsmat: frammistöðumat.
    • skila af sér heilsteyptum fullbúnum verkum og koma þeim á framfæri. Námsmat: leiðsagnar-, frammistöðu-, jafningja- og sjálfsmat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, jafningamat og sjálfsmat.